24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 38
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Ég var nú bara stoltur fyrir hönd CCP, það er nú frekar CCP sem fær þetta en ég,“ segir Hilmar Pét- ursson, framkvæmdastjóri íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP sem framleiðir hinn gríðarvinsæla tölvuleik EVE Online, en tímaritið Beckett Massive Online Gamer valdi Hilmar fjórða áhrifamesta manninn í geira fjölspilunarleikja árið 2007. Hilmar tekur þessari útnefningu með stóískri ró en segir að vissu- lega sé gaman fyrir CCP í heild að hljóta þennan heiður. „Við erum nú ekki mikið fyrir það almennt að stæra okkur af viðurkenningum en það kunna bara allir hjá fyrirtæk- inu mjög vel að meta það að menn sýni því áhuga sem við erum að gera.“ Í stíl við Facebook Heimur fjölspilunarleikja breyt- ist á nánast degi hverjum og því þurfa starfsmenn CCP að vera á tánum og setja reglulega inn við- bætur við EVE Online. Nýjasta viðbótin, Empyrean Age, fór í loft- ið í gær en mikil eftirvænting ríkir eftir viðbótinni sem fer í loftið í lok næsta árs. Sú viðbót gerir leik- mönnum kleift að yfirgefa geim- skip sín og rölta um fjölmennar geimstöðvar. Hilmar segir að sú viðbót muni gjörbylta leiknum og leggja mun meiri áherslu á félagslega þáttinn í fjölspiluninni. Í tengslum við þá viðbót mun CCP setja á laggirnar samfélagsvef í stíl við Facebook, þar sem leikmenn geta spjallað saman og eignast nýja samherja. Úr geimnum í myrkraheim CCP hefur nú getið sér gott orð í heimi fjölspilunarleikja og bíða margir spenntir eftir næsta leik fyrirtækisins. CCP vinnur nú að leiknum World of Darkness, sem er fjölspilunarleikur sem einkenn- ist af gotneskri rómantík þar sem blóðsugur eru áberandi. Hilmar segir að mikil eftirvænting ríki eftir leiknum en að vinnan við leikinn sé skammt á veg komin og því ótímabært að ræða mikið um hann. „Það þarf að fara í frekar stífa væntingastjórnun með svona leiki svo að maður komi ekki of snemma með of stórar yfirlýs- ingar.“ EVE Online heldur áfram að gera góða hluti ytra Hilmar sá fjórði áhrifamesti Hilmar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, var á dögunum útnefndur fjórði áhrifamesti mað- urinn í heimi fjölspil- unarleikja. Viðurkenning fyrir alla í CCP segir hann. Fagur geimur EVE Online vekur alltaf athygli. 24stundir/Frikki Ofmetnast ekki af við- urkenningu Hilmar segir alla starfsmenn CCP hafa hlotið þennan heiður. 38 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Þankastrik eru fjölbreytt tómstundablöð fyrir alla þá sem hafa gaman af þrautum. Krossgátur, sudoku og ratleikir. Tvö glæný tölublöð fyrir sumarið. Brjóttu heilann í sumar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skemmtilega r gátur heilabrot og sudoku-þr autir Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 „Heyrðu, er ekki bara málið að halda með Hollandi? Ég er ekki alveg að dansa með þessum lið- um þarna á EM og held að ég taki Hollendingana og dansi með þeim. Þeir spiluðu skemmtilegan fót- bolta á móti Ítölum, það var hressandi.“ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason „Eru hómópatar bara skottu- læknar? Ég las viðtal við slíkan sem notaðist mikið við SCIO- vélina. Apparatið reiknar úr líf- fræðilega viðbragðshæfni og óm- un líkamans. Þetta minnir mig eiginlega mest á Monty Python- atriðið með vélinni sem gaf frá sér hátt og hvellt BING!“ Sigurður Arnar Guðmundsson www.midgardur.net „Hér með skora ég á ríkisstjórn- ina að seinka klukkunni, þ.e. einni klukkustund seinna. Seyð- firðingar geta svo bara hunskast fyrr í rúmið á kvöldin og byrjað að vinna fyrir hádegi í stað þess að gera sig að fíflum með kröf- unni um að vera á sama tíma og Bratislava í Slóvakíu.“ Anna Kristjánsdóttir blogg.gattin.net BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, ætlar að boða til blaðamannafundar á fimmtudag vegna Ice- land Airwaves-hátíðarinnar. Þar er búist við því að hann kynni með hvaða sniði hátíðin verði í ár og jafnvel að hann greini frá einhverjum þeirra sveita sem hafa verið bókaðar til þess að spila. Ekki er vit- að hvort hann mun tjá sig frekar um rekstrarfyr- irkomulag hátíðarinnar. bös Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik KR og Stjörn- unnar í kvennaboltanum. Tvívegis hafði það komið fyrir, þegar leikmenn lágu óvígir í grasinu eftir tækl- ingu, að andstæðingurinn kallaði kaldhæðnislega eftir bréfþurrku svo að hægt væri að þerra tárin. Edda María Birgisdóttir úr Stjörnunni bætti um betur og sótti bréfþurrku og henti til KR-ings sem lá í grasinu. Fyrir vikið uppskar hún gult spjald. bba Það er heilmikil hreyfing hjá Motion Boys sem er við það að hljóðrita sína fyrstu breiðskífu. Þeir gengu á dögunum frá dreifingarsamningi við Senu. Sveitin missti liðsmann fyrir nokkrum vikum þegar Viðar Hákon Gíslason bassaleikari yfirgaf sveitina í fússi. Birgir Ísleifur Gunnarsson og félagar hans hafa ákveðið að halda áfram fjórir í stað þess að bæta nýjum manni við. bös MySpace-síða íslensku grall- aranna í Ultra Mega Teknó Band- inu Stefáni hefur fengið um 40 þús- und heimsóknir frá því að netþjónustan benti sérstaklega á hana fyrir helgi. Það var fyrir tilstilli liðsmanna Sigur Rósar að teknó- bandið fékk þetta tækifæri, en þeir bentu á það þegar aðstandendur síðunnar leituðu til þeirra um hug- myndir að íslenskri rafsveit sem hægt væri að kynna. „Við erum bara að verða alþjóð- legir núna og kippum okkur ekkert mikið upp við það,“ segir Siggi, söngvari UMTBS, aðspurður um heimsóknafjöldann. „Þetta opnar marga möguleika úti en þetta er bara aukabónus. Þetta er mjög kær- komið því þetta er góð kynning í þeim löndum heims þar sem teknóið er hvað vinsælast. Þetta er bara hluti af þeirri markaðs- setningu sem við ætlum í. Þannig að þetta er bara byrjunin.“ Það eru ekki allir MySpace- notendur heims sem fá ábend- inguna um sveitina á skjá sína. Samningurinn er gerður var við MySpace hljóðaði upp á kynningu í sjö löndum, gegn því að sveitin léti alla væntanlega plötu sína á síðuna. Þar á meðal eru Bandaríkin, Kan- ada, Pólland og Norðurlöndin. Netnotendur geta því farið á síðuna og heyrt frumraun þeirra, er mun heita Circus, í heild sinni. Siggi segir að það sé margt í píp- unum hjá sveitinni. „Ég myndi fylgjast vel með 17. júní. Þá verða flugeldasýningar,“ segir Siggi og tekur fram að um myndlíkingu sé að ræða. biggi@24stundir.is UMTBS sérútvaldir af MySpace Tugir þúsunda heimsóttu síðuna UMTBS Myspace-notendur geta heyrt nýju plötuna, Circus, í heild sinni. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 6 9 5 4 2 1 8 3 4 3 5 9 1 8 6 7 2 8 1 2 6 3 7 4 9 5 3 8 4 7 6 9 5 2 1 6 9 7 1 2 5 8 3 4 5 2 1 3 8 4 9 6 7 1 4 3 8 7 6 2 5 9 9 7 6 2 5 1 3 4 8 2 5 8 4 9 3 7 1 6 Fór ég of nálægt ? Ríkir þjóðarsorg á Ítalíu? Luciano Tosti er kokkur á veitingastaðnum Ítalíu og held- ur auðvitað með Ítalíu á EM, sem tapaði illa gegn Hol- landi í fyrsta leik.FÓLK lifsstill@24stundir.is a Nei, nei. Það verður bara að spýta í lófana og gera betur næst. fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.