24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 16
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Róm seth@24stundir.is „Þetta er hálfgert flökkulíf í at- vinnumennskunni í körfubolta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona. Það er meira um að leikmenn geri langtímasamninga í fótbolta og handbolta en í körfuboltanum er það frekar undantekning en regla,“ sagði Jón Arnór þegar rætt var við hann í Ólympíuhöllinni í Róm þar sem lið hans, Lottomatica Roma, var að undirbúa sig fyrir fjórða leikinn í úrslitum um ítalska meist- aratitilinn gegn Siena. Ekur um á jeppa í Róm Það eru ekki margir jeppar á ferð í Róm að öllu jöfnu en fyrir utan höllina voru nokkrir glæsivagnar og þar á meðal Porsche Cheyenne- jeppi í eigu íslenska landsliðs- mannsins. Jón hefur búið í tæp tvö ár í Róm og kann ákaflega vel við sig í borg- inni. „Þetta er einstök borg. Umferðin er gríðarlega mikil og mesti ókost- urinn við borgina. Það er stundum erfitt að komast á milli staða en að öðru leyti er þetta frábær staður. Ég sé mig alveg búa hérna í nokkur ár til viðbótar ef allt gengur upp hvað varðar liðið mitt. Það er reyndar óljóst. Ég var að vonast til þess að geta fest mig í nokkur ár á þessum stað eftir talsvert rót undanfarin ár. En það eru blikur á lofti og allt eins líklegt að ég fari frá félaginu í sum- ar. Kannski er það kostur fyrir at- vinnumann að fara á nýja staði sem oftast. Það heldur manni á tánum og það hefur virkað vel fyrir mig fram að þessu. Eftir árið sem ég tók í Rússlandi þá held ég að ég sé bú- inn að upplifa nánast allt. Það var lærdómsríkt ár.“ Bækur og tónlist framarlega í forgangsröðinni Margir eiga þann draum að komast í atvinnumennsku í íþrótt- um en það er ekki alltaf dans á rós- um. Jón segir að hann nýti frítím- ann í marga hluti og þá sérstaklega í lestur góðra bóka og tónlistin er einnig framarlega í forgangsröð- inni. Þeir sem hafa fylgst náið með landsliðsmanninum undanfarin ár hafa tekið eftir því að vöðvar hans hafa „bólgnað“ út og er ástæðan einföld. „Ég reyni alltaf að lyfta lóðum þegar tími gefst til. Það er nauðsyn- legt að æfa aðeins meira en hinir. Ég hef reyndar verið rólegur í lyft- ingunum í úrslitakeppninni og sleikt frekar sólina við sundlaugina heima í staðinn. Þetta er erfiður tími og það fer mikil orka í þessa leiki. Stundum fer allur dagurinn í það að undirbúa sig fyrir næstu æf- ingu eða leik. Við þurfum að huga vel að matarræðinu, það þarf að teygja á vöðvunum og ná líkaman- um í lag eftir átökin. Þetta er allt hluti af vinnunni.“ Skoppari á unglingsárunum Áhugamál Jóns eru mörg og þar stendur bóklestur og tónlistin upp úr. Hann var „skoppari“ á ung- lingsárunum sem leikmaður KR. Rapptónlistin átti hug hans á þeim tíma en eftir því sem árin hafa liðið hefur smekkur hans breyst. Bók- lestur er það sem allt snýst um í dag hjá Jóni. „Við ferðumst gríðarlega mikið og þar gefst tími til þess að lesa og hlusta á tónlist. Ég geri mikið af því. Bækurnar sem ég les eru fjöl- breyttar. Skáldsögur, spennusögur og nú upp á síðkastið hef ég lesið margar bækur um sálfræði, heim- speki og íþróttasálfræði. Ég verð 26 ára gamall í september og mér finnst ég eiga mikið inni. Hugarþjálfun er eitthvað sem ég hef lítið spáð í fram að þessu en ég hef lagt mikla vinnu í að afla mér upplýsinga um slíka hluti. Ég trúi því að slík þjálfun geti bætt mig sem leikmann um allt að 50%. Þetta snýst allt um rétt hugarfar og að geta tekið réttar ákvarðanir und- ir miklu álagi. Ég hef því verið að „hella“ mér út í slíka hluti í vetur og ég er rétt að komast í gegnum grunnatriðin í þeim efnum.“ Gefst mikill tími til þess að gera eitthvað annað en að æfa og keppa? „Ég er ekkert öðrvísi en aðrir 25 ára gamlir „strákar“. Við förum saman í bíó félagarnir úr liðinu, út að borða og það kemur fyrir að við getum farið út á næturlífið. Ég geri því ósköp svipaða hluti og aðrir. Það eru margir sem þekkja okkur úti á götu en sem betur fer er ástandið ekki það slæmt að fólk sé að elta okkur í búðir eða á kaffi- hús.“ Reyni að afla mér menntunar Hvað fer Jón Arnór Stefánsson að gera þegar ferlinum lýkur eftir um 10 ár? „Já, þetta er góð spurning. Ég hef velt þessu fyrir mér og ég held að viðskipti séu það sem ég hef mestan áhuga á. Ég held að ég sé ekki þessi týpa sem fer í þjálfun. Það er samt aldrei að vita. Ég er að reyna að afla mér menntunar meðfram atvinnu- mennskunni. Það gengur hægt. Hef ekki hellt mér almennilega út í námið en það kemur að því. Ég hef áhuga á ýmsum hlutum en líklega verða viðskipti fyrir valinu.“ Þarftu eitthvað að vinna eftir að ferlinum lýkur? Ertu ekki moldrík- ur? „Ja, ég gæti svo sem haft það ágætt þegar ferlinum lýkur. Ég ætla ekki að sitja á rassinum og gera ekki neitt. Það kemur ekki til greina. Ég fer örugglega í golfið. Það er eitt af því sem ég mun stunda í ellinni.“ Fer í viðskipti eftir 10 ár eða svo  Jón Arnór Stefánsson fær að vera í friði á götum Rómaborgar  Lyftingar, hugar- þjálfun og tónlist efst á forgangslista  Sest ekki í helgan stein að loknum ferlinum Flökkulíf Jón Arnór Stefánsson notar tímann á ferðalögunum til að lesa og hlusta á tónlist. 24stundir/Sigurður Elvar ➤ Jón Arnór Stefánsson hefur áatvinnumannsferli sínum í körfubolta afrekað ýmislegt. ➤ KR-ingurinn fékk fyrstulaunaseðlana hjá Trier í Þýskalandi og þaðan lá leiðin til Dallas í NBA-deildinni. ➤ Á undanförnum fjórum árumhefur Jón leikið í Rússlandi, Spáni og á Ítalíu. HNOTSKURN 16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir „Pabbi (Stefán Eggertsson) sá til þess að tónlistarsmekkur minn er fjölbreyttur. Ég hlust- aði á Bítlana, Rolling Stones og Cream með honum þegar ég var yngri. Ég kann vel við þessa tónlist og reyndar er ég með mjög breiðan tónlist- arsmekk. Ég á það til að setja klassíska tónlist á heima. Þeg- ar ég var yngri var rapp- tónlistin „það eina rétta“ en að sjálfsögðu hefur það breyst. Mér finnst gaman að hlusta á fjölbreytta tónlist en alterna- tive eða indie rokk er það sem ég hlusta mest á.“ Jón Arnór spilar ekki á hljóð- færi sjálfur en hann lét sig dreyma um að geta glamrað á gítar. „Ég fékk gítar á sínum tíma. Það gerðist ekki neitt. Ég nennti ekki að æfa mig og ég kann því ekki á hljóðfærið. Því miður.“ Stones, Bítlarnir og klassík „Þegar ég var ungur var NBA- deildin það eina sem ég hugs- aði um. Ég setti mér það markmið að verða atvinnu- maður í NBA án þess að hafa hugmynd um hvað þyrfti til þess. Við gátum séð leiki frá NBA-deildinni á Íslandi og það var viðmiðið sem maður fékk á þeim tíma. Ég hafði aldrei spáð í körfuboltann í Evrópu. Vissi ekki neitt um styrkleika deildanna í Evrópu. Eftir að hafa kynnst þessu frá báðum hliðum þá er ég ekkert svo viss um að NBA sé það eina rétta. Það eru frábær lið í Evrópu sem gefa NBA- liðunum ekkert eftir. Ég held að ungir leikmenn á Íslandi hugsi of mikið um NBA, enda er það skiljanlegt þar sem þeir sjá ekki mikið af körfubolta frá Evrópu í sjónvarpi. Á sín- um tíma ætlaði ég mér bara að vera ógeðslega góður í körfu- bolta og ég gerði allt til þess að bæta mig,“ segir Jón Arnór en hann var í herbúðum NBA- liðsins Dallas Mavericks í eitt ár án þess að fá tækifæri í deildakeppninni með liðinu. Evrópa ekki síðri kostur ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég held að ég sé ekki þessi týpa sem fer í þjálfun. Það er samt aldrei að vita. Ég er að reyna að afla mér menntunar meðfram atvinnu- mennskunni. Það gengur hægt. - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.