24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir 21. júní í 2 vikur frá kr. 44.990 Bjóðum nú allra síðustu sætin til Rhodos 21. júní í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð en þá bókar þú flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Einnig er í boði frábært tilboð á einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos, Hotel Forum, með hálfu fæði og stendur aðeins 100 m frá ströndinni. Á hótelinu er góð sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn s.s. bar- nalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Gríptu tæk- ifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 44.990 - Stökktu tilboð Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Stökktu tilboð 21. júní í 2 vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v 2 í her- bergi / stúdíó / íbúð. Verð kr. 54.990 - Hotel Forum með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Hotel Forum 21. júní í 2 vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/ 1 svefnherbergi. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. *** Allra síðustu sætin *** Ótrúlegt tilboð Kr. 54.990 í 2 vikur - með hálfu fæði Rhodos Í forystugrein 24 stunda 6. júní sl. fjallaði Þröstur Emilsson um leg- hálskrabbamein, orsakir þess, bólu- setningar gegn því og hver beri ábyrgðina, samfélagið eða einstak- lingurinn sjálfur (foreldrar). Þar talar hann um að leghálskrabba- mein sé tengt lífsstíl og kynhegðun og spyr „hvort lífið liggi á að ráð- herra taki um það ákvörðun að bólusetja ungar stúlkur gegn mein- inu“. Þröstur bendir á að nú þegar geti foreldrar keypt bólusetningu handa dætrum sínum og því þurfi ekki að bíða eftir stjórnvaldsákvörðunum. Það er vissulega rétt og ég er sann- færð um að margir foreldrar munu kaupa slíka bólusetningu handa dætrum sínum en alls ekki allir. Þröstur vill höfða til ábyrgðar for- eldra í þessum efnum og tek ég undir það með honum en tel að meira þurfi að koma til. Forvarnir af öllu tagi eru afar mikilvægar. Foreldrar eiga að ræða við börn sín um kynlíf, getnaðar- varnir, reykingar og annað sem get- ur haft áhrif á lífshamingju og lík- amlega líðan þeirra í framtíðinni. En það er því miður ekki nóg. Um 80% allra karla og kvenna sem farin eru að stunda kynlíf smitast ein- hvern tíma á ævinni af veirunni sem veldur leghálskrabbameini. Það sýnir okkur mikilvægi krabba- meinsleitar og annars þess sem til forvarna heyrir. Til dæmis þarf sér- staklega að minna ungar konur á að mæta reglubundið í krabbameins- leit. Í grein Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis á Leitarstöð Krabba- meinsfélags Íslands, sem finna má á heimasíðu félagsins kemur fram að aðsókn kvenna á aldrinum 20-24 ára í krabbameinsleit hefur minnk- að á síðustu árum og rekur hann það til þess að þær geri sér ekki grein fyrir mikilvægi leitarinnar. Þar kemur ábyrgð samfélagsins til sög- unnar. Það er á ábyrgð samfélagsins að upplýsa ungar konur um mikilvægi þess að mæta reglulega í skoðun. Það er ekki síður á ábyrgð sam- félagsins að bregðast við lífsstíl nú- tímamannsins og gera allt sem í þess valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af þessari veiru sem og öðrum, sama hver smitleiðin er. Það er líka á ábyrgð samfélagsins að allar konur/stúlkur sitji við sama borð og eigi allar kost á bólusetningu óháð efnahag og ábyrgðarkennd foreldra. En liggur lífið á? Það eru manns- líf í húfi, jafnvel hér á Íslandi þar sem eftirlitið er gott og fólk þokka- lega vel upplýst um leghálskrabba- mein. Það liggur einmitt lífið á fyrir stúlkuna sem í dag er tólf ára en verður 37 ára eftir 25 ár, þá þriggja barna móðir með leghálskrabba- mein og gæti átt fimm ár eftir ólif- uð. Það eru nefnilega ekki allar kon- ur svo heppnar að meinið greinist í tæka tíð, af hvaða völdum sem það er. Það liggur lífið á fyrir tilvonandi börn hennar, maka og aðra sem eru henni nákomnir. Því er þannig farið að fyrir þá sem í hlut eiga skiptir tölfræðin engu máli, þá er baráttan milli lífs og dauða það eina sem máli skiptir. Það má hins vegar koma í veg fyrir þjáningu þessa fólks. Við höfum þekkinguna og öll tæki og tól. Þjóð sem vill vera í fremstu röð í heilbrigðismálum hikar ekki og spyr ekki hvort nokk- uð liggi á. Það kostar en mannslíf og þjáningar fólks kosta líka sitt. Það er enginn vafi í mínum huga. Við eigum að taka upp bólusetn- ingar gegn leghálskrabbameini strax. Okkur liggur lífið á! Höfundur er framhaldsskólakennari Okkur liggur lífið á! UMRÆÐAN aSigríður Þórðardóttir Það er á ábyrgð sam- félagsins að upplýsa ung- ar konur um mikilvægi þess að mæta reglulega í skoðun. Ofþyngd og offita er vaxandi vandi í hinum vestræna heimi og er því spáð að þar sé um að ræða stærsta heilsufarslega vanda fram- tíðarinnar. Íslendingar eru, því miður, ekki undanskildir. Í nýlegri umfjöllun í Morgunblaðinu var greint frá því að Íslendingar væru í áttunda sæti á meðal feitustu þjóða heims. Í Bandaríkjunum eru menn nú í fyrsta sinn að sjá fyrir að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi muni lifa skemur en foreldrar þeirra. Þróunin er ógnvænleg og dapurleg staðreynd því í raun er auðvelt og einfalt að snúa henni við ef allir tækju við sér og myndu bregðast við á réttan hátt. Lausnin er til staðar Lausnin á heilsufarsvandanum sem tengist ofþyngd og offitu er til staðar. Það er klárt og skráð í ein- hverjar virtustu læknaskýrslur ver- aldar: Regluleg þjálfun getur ekki aðeins bætt útlit þitt og líðan, en getur einnig átt þátt í að koma í veg fyrir og flýta fyrir bata, afstýrt fjölda sjúkdóma sem herja á mann- fólkið ásamt því að lengja líf. Fjölmargar vísindalegar kannan- ir hafa sýnt með óyggjandi hætti að hreyfing spilar afar þýðingarmikið hlutverk sem forvörn gegn sjúk- dómum og langvarandi kvillum, þ.á m. mörgum gerðum krabba- meina, sykursýki, hjartasjúkdóm- um, beinþynningu, gigt o.fl. Rann- sóknir hafa ennfremur sýnt fram á að þjálfun bætir heilastarfsemi og sjálfstæði á efri árum. Regluleg þjálfun ásamt skynsamlegum neysluvenjum getur hæglega spar- að milljarða í kostnað vegna heilsu- gæslu. Fyrirmyndir barnanna Vandinn er stór og er vaxandi og virðist e.t.v. einhverjum vonlítil barátta að ráðast gegn honum. En hugsum aðeins málið. Er það ekki staðreynd að við sjálf getum gert heilmikið til að snúa við þessari þróun. Hvernig við kjósum að lifa okkar lífi hefur heilmikil áhrif á komandi kynslóðir. Við erum fyr- irmyndir barna okkar og ef við stundum reglulega hreyfingu og viðhöfum hollar neysluvenjur og neyslureglur á heimilum okkar leggjum við okkar af mörkum við að skila út í samfélagið heilbrigð- um einstaklingum sem hafa til- einkað sér hollan lífsstíl og líkur eru á að þær haldist út allt lífið. Við þurfum að hafa í huga sem foreldri að sú hegðun sem börn sjá hjá fullorðna fólkinu er oftast sú sem þau munu kjósa sjálf við sam- bærilegar aðstæður þannig að ábyrgð okkar er mikil en um leið kærkomið tækifæri til að nýta til góðs. Við höfum í hendi okkar að vera góðar fyrirmyndir. Mótandi neysluvenjur Ef við segjum við börnin: „Þú verður að hreyfa þig, farðu nú út að hjóla og hættu að hanga í tölvu- leik,“ og ef við svo sitjum sjálf jafn- an við tölvuna eða við sjónvarpið, erum við vitanlega ekki að senda réttu skilaboðin. Það sem börnin sjá er það sem þau muna miklu betur en það sem þau heyra. Á ensku er til einfalt og gott orða- tiltæki: „Walk the talk“! Mataræði heimilisins er sannar- lega ekki síður mikilvægt og er tví- mælalaust mótandi fyrir framtíðar neysluvenjur barnanna. Þar ræður mestu um hvað við veljum í inn- kaupakörfuna. Ef við viljum ekki að börnin okkar borði kex og sætt morgunkorn daglega þá fer það einfaldlega ekki í körfuna nema e.t.v. endrum og eins. Kaupum við oft skyndibita vegna þess að við teljum okkur ekki hafa tíma til að elda? Eru alltaf til sætindi á vísum stað inni í skáp? Okkar neysluvenj- ur er það sem börnin sjá og meta að sé „í lagi“ og munu tileinka sér þegar þau velja fyrir sig. Það er okkar hlutverk að setja þeim mörk og kenna þeim heilbrigðar neyslu- venjur og að sjálfsögðu vera þeim fyrirmynd einnig í þeim efnum. Leggjum áherslu á reglulega hreyfingu sem lífsstíl. Neytum hollrar, fjölbreyttrar fæðu með áherslu á grænmeti og ávexti – að borða sjaldan sætindi, kökur og kex – sneiða hjá harðri og hertri fitu – sleppa ekki úr máltíð og muna að morgunverður er mikil- vægasta máltíð dagsins. Ég er nokkuð viss um að þetta hefur þú heyrt allt oft áður. En hefurðu náð að tileinka þér það? Hugsaðu vel um heilsu þína fyrir þig sjálfa/n og ekki síður fyrir sam- félagið okkar sem ábyrgur sam- félagsþegn, sem fyrirmynd. Höfundur er fjögurra barna móðir og framkvæmdastjóri Hreyfingar Tökum „U-beygju“ með góðu fordæmi UMRÆÐAN aÁgústa Johnson Ef við svo sitjum sjálf jafnan við tölvuna eða við sjón- varpið, erum við vitanlega ekki að senda réttu skila- boðin. Það sem börnin sjá er það sem þau muna miklu betur en það sem þau heyra. Hreyfing Ofþyngd og of- fita er vaxandi vandi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.