24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Þemað hjá okkur er einfalt, það er náttúran og útivist. Við erum úti meira og minna allan tím- ann,“ segir Hreiðar Oddsson, for- stöðumaður sumarbúða á Úlf- ljótsvatni. „Dagskráin er ákaflega fjölbreytt. Þetta eru náttúrlega sumarbúðir skáta og við vinnum svolítið út frá skátastarfinu,“ segir hann. „Hér er tjaldað og sofið undir berum himni, við erum með hæsta klifurturn á landinu og svo erum við náttúrlega með þetta stórglæsilega vatn, Úlfljótsvatn, sem við notum mikið. Við erum mikið á vatninu og förum á hjóla- báta, kanóa og í vatnasafarí,“ seg- ir Hreiðar þegar hann er beðinn að lýsa því helsta sem er á dagskrá á námskeiðinu. Áskoranir og aukið sjálfstæði Hreiðar segir talsvert um það að krakkar komi í sumarbúðirnar nokkur ár í röð og einnig þekkist það að börn mæti á fleiri en eitt námskeið á sumri. Hann segir ýmsar áskoranir bíða barnanna, sem geta gert þau sjálfstæðari og hjálpað þeim að upplifa sjálf sig. „Við vinnum svolítið eftir skátagildunum og hugtakið „le- arning by doing“ er mjög ríkt í okkar starfi. Við förum t.d. í gönguferðir þar sem krakkarnir þurfa að búa sér til gönguleiðir og smyrja nestið sitt sjálfir. Það er líka töluvert mikið mál fyrir 8 ára krakka að labba upp í 12 metra háan turn og láta sig síga niður,“ segir Hreiðar sem dæmi um það. Börn fá ekki næga útiveru Hreiðar segir sitt mat vera að börn fái að jafnaði ekki næga úti- veru og telur að aukið sjónvarps- áhorf og spilun tölvuleikja hafi áhrif þar á. „Við finnum alveg að krökkunum finnst ekki jafn gam- an hjá okkur í upphafi og þeim finnst í lokin. Það tekur þau smá tíma að venjast allri útivistinni og allt í einu á öðrum eða þriðja degi eru þau farin að upplifa útiveruna og náttúruna af alvöru,“ segir hann og bætir við að það sé ekki nokkur spurning að þau verði mun frískari og líflegri í kjölfarið. Hann segir ófá dæmi um það að börn hafi í upphafi dvalarinnar verið fremur treg til að taka þátt í útivistinni, en undir lokin hafi vart verið hægt að fá þau inn aft- ur. „Við vonum allavega að við náum að kveikja áhuga á útivist hjá krökkunum. Nú þegar krepp- an hrjáir alla þurfa börn og full- orðnir kannski sérstaklega að muna eftir því hvað það er auð- velt að skemmta sér úti. Það þarf afskaplega lítið til að skemmta sér utandyra,“ segir Hreiðar. Mikil aðsókn í sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni eins og endranær Kveikja áhuga á útivist hjá börnum ➤ Sex námskeið eru haldin fyrirbörn á aldrinum 8-12 ára og eitt fyrir unglinga 13-16 ára. ➤ Upp undir 50 börn taka þátt íhverju námskeiði. ➤ Sumarbúðirnar eru reknar afÚtilífsmiðstöð skáta og starfa skátar við rekstur þeirra SUMARBÚÐIRNARHæsti klifurturn á land- inu, vatnasafarí og svefn í tjaldi eða jafnvel undir berum himni eru nokkrar af fjölmörgum ástæðum fyrir því að það er mikil aðsókn í sumarbúðir barna á Úlfljótsvatni. Drullumallað Það er auð- velt að skemmta sér kon- unglega úti í náttúrunni. Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur atvinnu af því að sprella fyrir börn. Sjálfur á hann tvö, fjögurra ára stelpu og eins árs strák, og er ekki síður á heima- velli þegar kemur að föðurhlut- verkinu. Þau hjónin hafa notast við skemmtilega aðferð til að venja dótturina á að sofa í eigin rúmi. „Við erum með töflu sem er búið að hluta niður í nokkur hólf. Í hvert skipti sem hún sefur í rúminu sínu heila nótt fær hún stimpil eða límmiða á töfluna. Þegar búið er að fylla í öll hólfin fær hún svo pakka,“ segir Sveppi. „Þetta byrjaði á fimm hólfum og að því loknu gerðum við nýja töflu með aðeins fleiri hólfum.“ Sveppi tekur fram að dótið þurfi ekki að vera sérstaklega veg- legt. „Þetta er bara eitthvert bensínstöðvadót, svona lítið og skemmtilegt. Bursti eða spennur eða eitthvað slíkt, en við reynum að sleppa því að vera með nammi. Aðalatriðið fyrir hana er að fá pakka. Þessi aðferð hefur gert það að verkum að hún hefur svolítinn metnað fyrir þessu og finnst þetta spennandi,“ segir hann. Sveppi segir að vel megi nota töfluna við fleiri hluti sem börnin þurfa að takast á við. „Næst á dagskrá hjá okkur er að fá hana til þess að klæða sig sjálf á morgnana og þá kemur taflan vonandi að góðum notum.“ bjornbragi@24stundir.is Sveppi notaði gott ráð til að venja dóttur sína á að sofa í eigin rúmi Fyllt í töflu og pakki í verðlaun Sveppi Góður í föðurhlut- verkinu. Börn og uppeldi Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Sumir krakkar hafa prófað að tálga og telja sig kunna það. Full- orðnir verða þó að leiðbeina börn- um sínum um hvernig best er að tálga en mikilvægt er að tálga frá sér til að forðast skurði. Lykilatriði er að finna góða grein til að tálga en best er að tálga mjúkan við og stundum er hægt að finna greinar með skemmtilegri lögun. Listin að tálga Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum         Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: 30% afsláttur af sumarvörum frá Legó

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.