24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Markaðssókn er ekki almennt neikvæð en hún á ekki alltaf rétt á sér og ekki heldur hvenær sem er og hvar sem er, “ segir Gísli. „Því yngri sem börnin eru því meiri takmarkanir þurfa að vera á markaðssókninni. Auk þess ættu hömlur að vera meiri eftir því sem innihald vöru eða inntak þjónustu er óæskilegra fyrir börn.“ Söfnunarleikir sumarsins „Við viljum gera heildarsátt við hagsmunaaðila á markaði og höf- um unnið almennar leiðbeininga- reglur. Í þeim kemur til að mynda fram að öll markaðssókn sem beinist að börnum á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheil- brigðar staðalmyndir. Þá leiðbein- um við einnig fyrirtækjum að forðast í markaðssókn að notast við söfnunarleiki sem beinast sér- staklega að börnum eða við annað sem höfðar til söfnunartilhneig- ingar barna.“ Aðspurður nefnir Gísli nokkur dæmi um slíka markaðssókn gagn- vart börnum: Í hálfleik á Em leik sem sjónvarpað var fyrir stuttu- voru til að mynda sýndar auglýs- ingar frá MacDonalds þar sem börnum var lofað myndum af fót- boltaköppum gegn því að kaupa hamborgara og franskar. Þá er MS mjólkurvöruframleiðandinn með skafmiðaleik og þá eiga börn möguleika á alls kyns vinningum í skiptum fyrir að kaupa sykraðan súkkulaðidrykk, sælgætisframleið- andinn Góa er með söfnunarleik, ef þú safnar tilteknum fjölda strikamerkja af sælgætisumbúðum þá færðu hlaupahjól í vinning. Ábyrgðin er foreldranna Gísli segir mikilvægt að taka það skýrt fram að í engu sé verið að taka ábyrgð af foreldrum. „Mark- aðssókn stórfyrirtækja er þung, við viljum fremur aðstoða foreldra við að standa undir rétti sínum og skyldu í þessum efnum, foreldrar einir hafa ekki kraft til að standa fyrir máli sínu við stórfyrirtækin einir og óstuddir. Við fylgjum ná- grannaþjóðunum og höfum til að mynda breskar reglur að viðmiði.“ Spornað við markaðssókn gagnvart börnum Hlaupahjól fyrir nammiátið ➤ Ekki skal beina markaðssóknað börnum fyrir vöru eða þjónustu sem á ekki erindi til barna, óháð miðli og formi markaðssóknar. ➤ Þegar vara eða þjónusta erboðin börnum sérstaklega eða höfðar einkum til þeirra ber að hafa einfaldleika og gagnsæi að leiðarljósi. DÆMI UM REGLUR Síðustu tvö ár hafa um- boðsmaður barna og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, unnið að því að koma á sátt um frekari takmörkun á markaðs- sókn sem beinist að börnum og nú hafa verið samdar leiðbeininga- reglur til viðbótar við gildandi reglur. 24 Stundir/Kristinn. Er allt leyfilegt? Gísli segir börn fara ekki varhluta af markaðssetningu sem ýmist beint er að þeim. Í sumar eru ýmsir leikir í gangi þar sem höfðað er til söfnunáráttu barna. Það eru ekki bara fullorðnir sem þjást af streitu heldur líka blessuð börnin. Ýmislegt getur valdið streitu meðal barna, t.d. rifrildi foreldra, ósætti við vini og frí. Hið síðastnefnda kann að koma á óvart en sýnir vel að það eru ekki aðeins erfiðir hlutir sem valda streitu. Þegar kemur að fríi getur barnið orðið svo spennt af tilhlökkun að það getur snúist upp í andhverfu sína og orðið að streitu. Að ná tökum á streitunni Foreldrar geta gert ýmislegt til að hjálpa börnum sínum við að höndla streitu og draga úr henni. Mikilvægt er að hafa auga með barninu og byggja upp sjálfstraust þess með því að sýna ást og vænt- umþykju. Ekki ætla barninu um of og vertu tilbúin/n að hlusta á það reglulega, bæði til að ræða áhyggj- ur ef einhverjar eru og um hið dag- lega líf. maria@24stundir.is Börn geta líka þjáðst af streitu Mikilvægt að hlusta „Við verðum ekki með neinn sumarleik í ár,“ segir Haukur Sig- urvinsson, markaðsstjóri Coca Cola hjá Vífilfelli. „Í ár erum við ekki með leiki en styðjum Evr- ópumótið þess í stað.“ Aðspurður um hvort hann hafi kynnt sér sjónarmið talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um markaðssókn gegn börnum segist Haukur ekki hafa séð leið- beiningareglur um leiki er byggja á söfnunartilhneigingu barna og al- mennt um markaðssókn gagnvart börnum. „Nei, ekkert slíkt hefur borist á borð til mín,“ segir hann frá. „En ég get sagt frá því að við beinum auglýsingum ekki sér- staklega að börnum. Við störfum eftir viðmiðunarreglum frá Coca Cola.“ dista@24stundir.is „Verðum með sumarleik á næsta ári“ Enginn sumarleikur Beinum auglýsingum ekki sérstaklega að börnum Segir Haukur Sig- urvinsson markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi. Borgarbúar og bæjargestir! og allir í fjölskyldunni fá ókeypis dagpassa í hverri heimsókn í heilt ár. Góða skemmtun! Nú kostar fjölskylduárskortið bara12.500 krónur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hafrafelli v/Engjaveg 104 Reykjavík Sími: 5757 800 Opið alla daga 10.00 – 18.00 www.mu.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.