24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 6
RV U n iq u e 06 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Stefnt er að stofnfundi heildarsam- taka á sviði almannaheilla síðar í þessum mánuði. Einstaklingar úr um 20 landssamtökum og félögum sem starfa að almannaheillum hafa frá ársbyrjun 2007 undirbúið stofnun heildarsamtakanna með það að markmiði að vinna að hags- munamálum þeirra, eins og til dæmis breytingum á skattalögum og skýrara lagaumhverfi. „Samskonar samtök, eða samtök af svipuðum toga, hafa starfað um langa hríð í öðrum löndum og það má til dæmis nefna að í Bretlandi hafa slík samtök starfað í yfir 100 ár,“ segir Eva Þengilsdóttir, við- skipta- og stjórnsýslufræðingur, sem er ein þeirra sem undirbúið hafa stofnun heildarsamtakanna. Plægja akurinn fyrir önnur Eva tekur það fram að samtök- unum sé fyrst og fremst ætlað að plægja akurinn fyrir frjókorn ann- arra samtaka, eins og hún orðar það. „Þá geta þau sinnt betur sínu hlutverki. Samtökin eru eðlilega upptekin af málefninu sem þau eru stofnuð vegna. Tíminn, orkan og fjármagnið fer í að keyra þann mál- stað áfram og verja. Það er hins vegar mjög mikilvægt að heildar- samtökin fari ekki inn á sérsvið hinna ýmsu samtaka sem koma að þessu.“ Í meistaranámi sínu skoðaði Eva, sem um árabil hefur starfað í félagasamtökum, takmarkanir og tækifæri í þeim geira, að því er hún greinir frá. „Niðurstaðan var sú að heildarsamtök af þessum toga væru hentugt tæki til að yfirstíga hindranir.“ Lakara skattaumhverfi hér Það verður þó ekki hægt að gera allt í einu, leggur Eva áherslu á. „Brýnast er að gera úrbætur á skattaumhverfi félagasamtaka en auðvitað yrði það misjafnt hvað hin ýmsu félög myndu setja á odd- inn. Íslensk félagasamtök búa við lakara skattaumhverfi en gengur og gerist í löndunum í kringum okk- ur. Umbætur í skattamálum eru því mikilvægar auk þess sem laga- umhverfið þarf að verða skýrara.“ ➤ Öll aðildarfélög Öryrkja-bandalags Íslands eru dæmi um almannaheillasamtök. Auk margra annarra eru Þroskahjálp, Barnaheill, Blátt áfram, UMFÍ og Kvenfélaga- samband Íslands almanna- heillasamtök, að sögn Evu. ALMANNAHEILLASAMTÖK 24stundir/Frikki  Heildarsamtök á sviði almannaheilla eins og í öðrum löndum  Úrbætur á skattaumhverfi samtaka meðal hagsmunamála Stofna ný hags- munasamtök Ef norskir fyrirtækjaeigendur vilja draga frá kostnað vegna heimsókn- ar á veitingastað með viðskiptavin má reikningurinn ekki hljóða upp á hærri upphæð en 360 norskar krónur eða um 5.400 íslenskar, að því er kemur fram á vefsíðunni vg.no. Borðhaldið verður að fara fram á veitingastað nálægt fyr- irtækinu og á vinnutíma. Léttvín, brennivín og tóbak er ekki frádrátt- arbært en það er hins vegar bjór. Samkvæmt íslenskri reglugerð um frádrátt er sá rekstrarkostnaður frá- dráttarbær sem lagt er í til að ljúka viðskiptum, afla nýrra viðskipta- sambanda eða halda þeim sé kostnaðurinn eðlilegur miðað við tilefni. Jónína Jónasdóttir, varaskattstjóri Reykjavíkur, kveðst ekki geta svarað því hvað sé eðlilegur kostnaður. „Það eru engar þumalputta- eða við- miðunarreglur um þetta. Þetta er bara metið í hverju tilviki.“ ibs Leyfa bjór en ekki vín 6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir VÍS og Strætó bs. voru í gær sýknuð af bótakröfu konu sem varð fyrir líkamstjóni eftir að stræt- isvagn keyrði á bíl hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og bakmeiðsl. Í dómnum kemur fram að bótaskylda hafi ver- ið óumdeild. Stefndu í málinu voru sýknuð þar sem krafa konunnar um bætur var fyrnd. Krafa konunnar byggðist á mati læknis sem sagði í skýrslu að hún hefði „orðið fyrir varanlegu líkamstjóni í slysinu 20. ágúst 2002“. Krafa í málum sem þessum fyrnist ef dómsmál er ekki höfðað innan fjögurra ára frá þeirri dag- setningu sem miðað er við. Tíminn rann út 1. janúar í fyrra en dóms- málið var höfðað nokkrum mán- uðum síðar. mh Tryggingafélag og Strætó bs. sýknuð Sýknað þrátt fyrir skýra bótaskyldu skráð hér. Hann tekur það fram að alheilbrigt fólk sé ekki í neinni hættu þótt það æsi sig yfir fótbolta- leik. „En meðal þeirra tuga og hundraða þúsunda sem taka þátt í þessum hugaræsingi eru einhverjir veilir fyrir og þessar aðstæður geta kallað það fram.“ Hann bendir á að streituaðstæð- ur þar sem menn fá ekki útrás, það er þegar þeir reyna ekki sjálfir á sig, geti verið varhugaverðar. „Hins vegar hafa svona keppnir jákvæð áhrif því að menn hafa gaman af þessu.“ Svissnesk hjartasamtök hafa gef- ið út bækling, 1-0 fyrir hjartað, með ráðum til fótboltaáhuga- manna um hvernig forðast eigi hjartaáföll á Evrópumótinu. Varað er við áfengi, reykingum og kalo- Tíðni hjartaáfalla og hjartslátt- artruflana þrefaldaðist hjá körlum og tvöfaldaðist hjá konum á München-svæðinu í Þýskalandi á meðan heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið þar í landi fyrir tveimur árum. Topparnir voru þegar Þjóðverjar léku á móti Argentínu og Ítalíu. Fyrrnefnda leiknum lauk með vítaspyrnu- keppni en sá síðarnefndi var fram- lengdur. Í Svíþjóð og Bretlandi hafa hjartalæknar orðið varir við fjölg- un hjartaáfalla í tengslum við víta- spyrnukeppnir á stórmótum, að því er segir á vefsíðunni e24.se. Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir á Landspítalanum, telur víst að hjartaáföll í tengslum við knattspyrnumót hafi ekki verið ríuríkum mat auk þess sem sófa- púkar eru hvattir til að hreyfa sig í hálfleik. Það er ekki bara hjartað sem líð- ur á knattspyrnumótum. Tölur frá Bretlandi sýna að ofbeldi gegn eig- inkonum vex á keppnisdögum auk þess sem slagsmálum, slysum og sjálfsmorðum fjölgar. ingibjorg@24stundir.is Æstir áhorfendur heima í stofu geta verið í hættu Fleiri hjartaáföll á stórmótum „Það er enginn ágóði af hlaupinu heldur stendur það bara undir sér,“ segir Jóna Hildur Bjarnadótt- ir, framkvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Hún nefnir að þátttökugjaldið hafi haldist það sama í mörg ár þrátt fyrir breytingar á gerð bola og verð- launapeninga. Talið er að um 15.000 konur hafi tekið þátt en hlaupið fór fram á 90 stöðum um allt land og á um 20 stöðum erlendis. „Það eru margar konur sem fara saman til út- landa, sem koma til okkar áður en þær hlaupa sama dag erlendis. Einnig eru margar sem hlaupa á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní á veg- um Íslendingafélaganna, til dæmis í Noregi og Kanada.“ Þátttakan í hlaupinu var svipuð og í fyrra. áb „Enginn ágóði af kvennahlaupi“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.