24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Krakkarnir hafa ekki undan að reyta arfann og seinna í sumar verða þau líka upptekin við að taka upp grænmetið. Það er alltaf heilmikil uppskera,“ segir Arnór Kári Egilsson, leiðbeinandi í skóla- görðunum. „Við erum búin að setja niður flest en eigum til dæmis eftir að setja niður radísur. Hverju barni er úthlutað reit, fræjum, útsæði og grænmetisplöntum. Þau koma hingað á hverjum degi og eru hér minnst tvær stundir á dag. Við leiðbeinum þeim og hjálpum og hér er oft mikið stuð.“ Undir það tekur Matthildur Óskarsdóttir sem er að fara að vökva reitinn sinn. „Arfinn sprettur svo hratt,“ andvarpar hún. „Ég þarf að vera dugleg að reyta hann,“ segir hún og bendir á beðið sitt sem er alveg laust við arfa. „Ég er búin að setja niður kál og alls kyns grænmeti og kartöflur líka. Mér finnst grænmeti mjög gott og ég hlakka til að borða þetta allt saman,“ segir hún. „Nú ætla ég að halda áfram að vökva,“ bætir hún við og er greini- lega afar einbeittur grænmetisbóndi. Fleiri grænmetisbændur reyta arfa og hlúa að reitunum sínum. „Við hendum arfanum þarna,“ segir Glafki Col- laku og bendir að holu með skilti sem á stendur: Arfi! „Ég hugsa um garðinn minn alveg sjálf og kem alltaf klukkan tíu á morgnana,“ bætir hún við. „Ég ætla líka að hjálpa honum Andra sem er að byrja á morgun, hann er ekki búinn að setja neitt niður.“ 24stundir/Valdís Thor Geta ekki beðið eftir að bragða á uppskerunni Stuð í skólagörðunum Í skólagörðunum við Þorragötu í Vest- urbænum er mikið líf og fjör þegar blaðamann ber að. Börn burðast með garðkönnur fullar af vatni að reitnum sínum sem kallast skemmtilegum nöfn- um, t.d. Sjónarhóll og Kattholt. Hjálpsöm Ég ætla að hjálpa honum Andra að setja niður á morgun, segir Glafki Calluki. Vel gallaður Bjartur Bachm- an segist koma á hverjum degi og vera dugleg- ur að vökva. Arfinn vex og vex Matthildur Ósk- arsdóttir segist hörkudugleg að reyta arfa enda spretti hann upp nærri jafnóðum. Flottur hópur Krökkunum í skóla- görðunum við Þorra- götu finnst ekki leið- inlegt að reyta arfa! Í borginni eru nokkrir garðar. Skólagarðar Árbæjar eru vestan Árbæjarsafns. Í Fossvogi við Bjarmaland, í Grafarvogi austan Logafoldar og í Breiðholti austan Jöklasels og fyrir vesturbæjar- börnin í Skerjafirði. Börn sem búa í miðbænum, Sundum og Hlíðum geta ræktað kálið í Laugardal við Holtaveg og þá má ekki gleyma þeim reit sem er í Elliðaárdal. Flest sveitarfélög hafa að auki reiti fyrir börnin til ræktunar yfir sumartím- ann og skólagarðarnir eru geysi- vinsælir hjá börnum á aldrinum 7- 11 ára. Skráning í skólagarðana er í byrjun júní og því eru garðarnir ef- laust að fyllast. Smíðavellirnir njóta líka mikilla vinsælda og skráning á þá er hafin um land allt. Skólagarðarnir eru flestir opnir kl. 8-12 og 13-16. Smíðavellir eru flestir opnir frá 9 til 12 og 13 til 16 og ætlaðir börnum á aldrinum 8- 12 ára. Ekki er boðið upp á gæslu á smíðavöllum en leiðbeinendur eru á staðnum sem aðstoða laghenta krakka við kofasmíðar og fleira. Kofasmíðarnar fara af stað um miðjan júnímánuð. dista@24stundir.is Skólagarðar og smíðavellir um land allt Kofi og kál í sumar Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Sumar og sól Úrval af sumarfatnaði.                                     

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.