24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 21 Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Ég er búin að vera með þetta í nokkuð mörg ár, en þó ekki það mörg að einhver krakkanna sé orð- inn þekktur rithöfundur að ég held. En ég yrði ekkert hissa vegna þess að þarna glittir í rosalega snið- uga krakka,“ segir Herdís Egils- dóttir, barnabókahöfundur og kennari, en hún er umsjón- armaður ritsmíðanámskeiðsins á Aðalsafni Borgarbókasafns Reykja- víkur. Nýtur hún einnig liðsinnis myndmenntakennara sem hjálpar börnunum við myndskreytingar. Úr mörgu að velja Á námskeiðinu prófaði Herdís nýja aðferð sem hún segir hafa gef- ist einkar vel. „Þegar börn setjast niður og eiga að skrifa alveg sjálf liggur allur heimurinn fyrir þeim og valið get- ur orðið erfitt. Því sagði ég við þau að nú skyldum við leika blaða- menn en þeir verða að skrifa um það sem er á döfinni. Ég lét þau draga eins konar tombólumiða með nöfnum á hinu og þessu efni á. Svo réðu þau hvort þau skrifuðu um efnið í raunveruleikanum eða skáldsögu og þetta fannst þeim rosalega sniðugt. Langflest fóru þau undir eins af stað og sögurnar urðu rosalega skemmtilegar. Það er því dálítið spark í bossann að láta þau vinna eins og blaðamenn.“ Börnin eru jafningjar Í kaffitímanum opnar Herdís sína eigin skjóðu og les fyrir krakk- ana úr einhverri bók sem hún er sjálf að vinna að. „Þá er ég á sama báti. Ég er líka að skrifa og er að máta við þau hvað þeim finnist. Þannig get ég talað við þau eins og jafningja, því þau eru það,“ segir hún, en hún starfaði sem kennari í 45 ár og þekkir því börn vel. Hún segir að það sé mikilvægt að virða börnin og hafa gaman af þeim. „Þau mega ekki finna að við séum í vinnu, enda fann ég það aldrei sjálf öll þessi ár.“ Mátar söguna við börnin Herdís les óútkomið efni sitt fyrir krakkana og fær viðbrögð þeirra. Herdís Egilsdóttir stýrir ritsmíðanámskeiði Er á sama báti og börnin Borgarbókasafn Reykja- víkur hefur um árabil boðið yngstu kynslóðinni að rækta ritfærni sína á sérstökum námskeiðum undir handleiðslu þekktra rithöfunda. ➤ Námskeiðin fara fram árlega ívikunni eftir skólaslit og eru fyrir krakka á öllum aldri. ➤ Námskeiðin eru á fleiri söfn-um Borgarbókasafns, með öðrum leiðbeinendum, og er þátttaka ókeypis. RITSMÍÐANÁMSKEIÐ Því miður er það nú svo að allir foreldrar þurfa að rífast endrum og eins og á vissan hátt er það hollt fyrir börnin að upplifa að mamma og pabbi geti verið ósam- mála án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar. Hitt er annað mál að það er aldrei hollt fyrir börn að upplifa of mörg rifrildi og sérstaklega ekki ef þau snúast um þau sjálf. Það er því mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að börnin upplifi ekki rifr- ildin beint þá finna þau strax ef spennan á heimilinu er mikil. Í öllum samböndum koma ein- hver erfið ár og á þeim tíma er mikilvægt að reyna að útkljá málin þannig að börnin verði ekki vör við spennuna. Sama á hvaða aldri börnin eru þá eru mjög miklar lík- ur á að þau skynji að eitthvað sé að, þótt þau átti sig ekki á hvað það er nákvæmlega. Þegar börnin skynja slíkt getur það valdið þeim miklum ótta, sérstaklega ef enginn tekur eftir hve mjög barnið tekur ástandið á heimilinu inn á sig. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með barninu á þessum erfiðu ár- um. slg Hugið að börnunum í rifrildum Börn skynja spennuna Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Áætlað er að þrjú til tólf prósent barna á grunnskólaaldri hrjóti. Flest þeirra eiga ekki við nein önn- ur vandkvæði að stríða en um tvö prósent barna þjást af kæfisvefni sem í auknum mæli er talinn valda hegðunarvandamálum hjá börn- um. Þekkt einkenni Samkvæmt ráðleggingum frá fé- lagi bandarískra sérfræðinga um svefnvandamál er ýmislegt sem get- ur bent til þess að barnið þjáist af kæfisvefni. Þau börn eru gjarnan þreytt á daginn og sofa óreglulega og illa þar sem þau vakna oft, grípa andann á lofti í svefni og geta átt erfitt með að halda athygli þegar í skólann er komið. Kæfisvefn hjá börnum getur verið fylgifiskur of stórra hálskirtla, of hás blóðþrýst- ings eða þess að barnið er of þungt. Hægt er að rannsaka barnið með ýmsum ráðum, t.d. þar sem hegð- un þess í svefni er tekin upp eða rannsökuð með þar til gerðri tækni. Kæfisvefn Á Vísindavefnum segir að kæfi- svefn (e. sleep apnea) geti verið hættulegur og full ástæða sé fyrir þá sem þjást af honum að leita til læknis. Þar segir einnig að kæfi- svefn sé til hjá börnum en sé þó langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Á vefsíðunni dokt- or.is ritar Þórarinn Gíslason læknir að öndunartruflanir fyrirfinnist einnig hjá börnum og hafi rann- sókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýnt að að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni. Rannsóknir hafa verið gerðar á kæfisvefni barna hér á landi en slík- ar rannsóknir eru taldar mik- ilvægur þáttur í greiningu barna með svefnraskanir þar sem þær geta varpað ljósi á algengi, orsakir og alvarleika þessa sjúkdóms- ástands. Einnig geta svefnrann- sóknir auðveldað valið fyrir þau börn sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða öndunarvélarmeðferð við kæfi- svefni eða lyfjameðferð við vél- indabakflæði. Til er íslenskt félag einstaklinga með kæfisvefn og aðr- ar svefnháðar öndunartruflarnir sem kallast Vífill og má lesa ýmsan fróðleik á vefsíðu félagsins www.vifill.blog.is. Kæfisvefn tíðkast meðal barna Verða þreytt og ómöguleg Óróleg Sum börn sofa afar illa.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.