24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 32
Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Poppdrottningin Madonna er í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello. Þar held- ur hún því meðal annars fram að samfélagið sé í eðli sínu fullt af karlrembu og fordómum gagnvart fólki sem komið er af léttasta skeiði. Hún er hins vegar ekki á þeim buxunum að fara að leggja hljóðnemann á hilluna og ætlar að halda áfram að blanda saman móð- urhlutverkinu og starfsframanum. „Þegar maður nær ákveðnum aldri er ætlast til þess að maður hætti að vera ævintýragjarn og maður á ekki að vera kynvera leng- ur. Hvers konar reglur eru það? Á maður bara að deyja?“ spyr Ma- donna. Hún ræðir einnig um eigin lesti og segir að eitt af hennar stærstu vandamálum í gegnum tíðina hafi verið hversu skapstór hún sé. „Skapið mitt hefur þó skánað mjög með árunum. Og hvaða listamaður er ekki stjórnsamur? Ég var vön að fara í hljóðverið og gjörsamlega springa, en ég hef róast.“ Madonna talar auk þess um ætt- leiðinguna á malavíska drengnum David Banda. Hún segist ekki vera í vafa um að hún hafi breytt rétt og sér ekki eftir neinu. „Faðir Davids var mjög þakk- látur fyrir að ég skyldi gefa syni hans líf og tjáði mér að ef David hefði verið áfram í þorpinu væri ekki nokkur vafi á því að hann hefði dáið. Ég þurfti ekki frekari staðfestingu á því að ég væri að gera rétt og hafði blessun hans,“ segir Madonna sem ættleiddi Dav- id fyrir tveimur árum. Madonna er ekki á þeim buxunum að fara að taka því rólega Ekki of gömul til að vera kynvera ➤ Fædd 16. ágúst 1958 og verð-ur því fimmtug á þessu ári. ➤ Á þrjú börn, þau Lourdes,Rocco og David Banda, sem hún ættleiddi 2006. ➤ Eiginmaður hennar er enskikvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie. MADONNA Madonna lætur skotin fljúga í nýjasta tölublaði Hello og segir samfélag- inu til syndanna. Það er ekkert að því að vera æv- intýragjörn kynvera þótt maður eldist, segir hún. Madonna á sviði Fáir mótmæla því að henni sé ýmislegt til lista lagt. Mynd/Getty Images Cheryl Cole, ein söngstúlknanna í kvennasveitinni Girls Aloud, hefur verið ráðin í stað Sharon Osbourne til að vera dómari í hinum vinsæla breska sjónvarps- þætti X Factor. Kryddpíunni Mel B. var upp- haflega boðið starfið en eftir að samningar náðust ekki á milli hennar og Simons Cowells, sem framleiðir þættina, var leitað til Cheryl sem tók starfið að sér. Sharon Osbourne, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að vera eig- inkona rokkarans Ozzy Osbo- urne, hafði verið dómari í X Fac- tor um fjögurra ára skeið en ákvað fyrir skömmu að hætta þátttöku sinni í þáttaröðinni eftir að hafa ítrekað lent upp á kant við meðdómara sína. Cheryl Cole ætti að vera starfinu vaxin því hún kom sér fyrst á framfæri í sjónvarpsþættinum Pop Idol þar sem Girls Aloud- sveitin var sett saman og ætti því að geta miðlað af reynslu sinni til nýliðanna. vij Cheryl í stað Sharon Osbourne 32 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Allt fyrir útihátíðina veislurnar & partíin pöntunarsími: 6613700 Aðþrengdur Afsakið að ég er til! EINA SEM ÉG GERÐI VAR AÐ LÆÐAST AFTAN AÐ HONUM OG SEGJA, BÚÚ!! HANN SAGÐ I AÐ ÞETTA HAFI NÆSTUM HRÆTT ÚR HONUM LÍF TÓRUNA, SVO ÉG GERÐI ÞETTA AF TUR. .. . GAMALL VANI. ÁÐUR EN HANN KOM HÉRNA HAFÐI HANN EYTT ÞREMUR ÁRUM Í GÆSLUVARÐHALDI. Bizzaró Dæmi um áhrif ljósbrots í glasi - tilraun Baldurs Brjánssonar MYNDASÖGUR FÓLK lifsstill@24stundir.is a Á meðal þess sem gestir skemmtigarðsins munu geta gert sér til dundur er að fara í rússíbanareið sem sýnir hvernig tilfinning það hefur líklega verið að lenda í syndaflóðinu. Svissneskur söfnuður hefur í hyggju að reisa skemmtigarð í Þýskalandi en garðurinn mun snú- ast einvörðungu um Biblíuna og boðskap hennar. Skemmtigarðinum hefur enn ekki verið valin staðsetning en stefnt er að því að opna skemmti- garðinn, sem mun verða á stærð við 70 fótboltavelli, árið 2012. Á meðal þess sem gestir skemmtigarðsins munu geta gert sér til dundur er að fara í rússíbanareið sem sýnir hvernig tilfinning það hefur líklega verið að lenda í syndaflóðinu, snætt máls- verð efst í Babelturninum og geng- ið um Jerúsalem eins og hún mun hafa litið út á tímum Jesú Krists. Miðpunktur skemmtigarðsins verður hins vegar risastór örk, um 150 metrar að lengd, sem mun verða nákvæm eftirlíking af örk- inni hans Nóa, að minnsta kosti eins og henni er lýst í Biblíunni. „Við viljum miðla sögunni og boðskapnum í Biblíunni á með- virkan og spennandi máta svo að sem flestir í samfélaginu fá tæki- færi til að kynnast náið einni ynd- islegustu og frábærustu ástarsögu allra tíma, ástarsögunni um skap- ara okkar og Jesúm Krist,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum skemmtigarðsins sem eru enn að leita að styrktaraðilum. vij Pílagrímar halda senn til Þýskalands Siglt á örkinni Þessi örk er um 70 metra löng og hýsir trúarlegt safn í Hollandi. Biblíuskemmtigarður í bígerð Einn áhættuleikari lést og að minnsta kosti þrír aðrir særðust við upptökur á nýjustu John Woo- myndinni, Chi Bi, á mánudaginn. Óhappið varð með þeim hætti að lítill bátur, sem stóð í ljósum log- um, rakst utan í stórt skip með þeim afleiðingum að eldtungur risu um 30 metra upp í loftið. Fjórir áhættuleikarar lentu í eld- inum og lést einn þeirra af sárum sínum. John Woo var ekki á töku- stað þegar slysið varð en hann var staddur í Hong Kong. Chi Bi er byggð á hinni klassísku kínversku sögu Romance of the Three King- doms og segir frá síðustu dögum Han-keisaradæmisins árið 208. vij Banaslys á tökustað Chi Bi poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.