24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 25
Eftir Hildi E. Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir hafa stofnað nýjan sjóð í samstarfi við Þjóðleikhúsið með það að markmiði að hlúa að leikritun á Íslandi og efla höfund- astarf í samstarfi við Þjóðleikhús- ið. Stofnframlag sjóðsins er 16 milljónir króna og mun hann starfa frá árinu 2008 til 2010. „Með þessum sjóði sjáum við fyrir að við getum eflt til muna höfundastarf hér við leikhúsið með því að styrkja höfunda sem koma með áhugaverðar hug- myndir til að koma þeim í hand- ritsform, skila þeim sem drögum eða jafnvel sem fullbúnum leik- verkum,“ sagði Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri við form- lega opnun sjóðsins í gær. Bjarni Ármannsson sagði við sama tilefni að mikilvægi leikrita- skrifa mætti ekki vanmeta. „Vandamál samtímans eru að ein- hverju leyti önnur en fortíðarinn- ar, en að öðru leyti þau sömu. Á sama tíma er leikritun flókin af því að leikhúsið er flókið form sem þarfnast mikils innsæis, formlega, efnislega og tæknilega. Því er mikilvægt að hlúa að leik- ritun á Íslandi.“ Renna blint í sjóinn Nýi sjóðurinn hefur fengið nafnið Prologus. „Eins og nafnið bendir til er hann eitthvað sem kemur á undan verkinu, eitthvað sem er ætlað til hjálpa til eða vekja áhuga,“ benti Bjarni á. „Við sem komum að þessum sjóði rennum blint í sjóinn og vitum ekki hvað hann mun leiða af sér. En við vonum að þetta verkefni leiði til einhvers sem hjálpar til við þroska samfélagsins, gæði það litríkara lífi.“ Fljótlega verður auglýst eftir hugmyndum að leikverkum og öðrum verkefnum og í kjölfarið þess fjallar fagráð sjóðsins um innsendar umsóknir og mælir með verkefnum við sjóðstjórn, en ráðið getur einnig að eigin frum- kvæði mælt með verkefnum. Í fagráði sitja Sveinn Einarsson leikhúsfræðingur og Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðu- nautur Þjóðleikhússins, ásamt þjóðleikhússtjóra. Fyrir utan að veita allt að fimm höfundum fjárframlag árlega til að vinna úr áhugaverðum hug- myndum er sjóðnum einnig ætlað að stuðla að framþróun og eflingu leikritunar með höfundasmiðjum, samkeppni, útgáfu og tilrauna- verkefnum þar sem fólki úr ólík- um listgreinum er teflt saman. Nýr sjóður stofnaður í Þjóðleikhúsinu í gær Styrkja íslenska leikritun Prologus er nafnið á nýj- um sjóði sem ætlað er að hlúa að íslenskri leikritun og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sjóðurinn var stofnaður í gær af Bjarna Ármannssyni og Helgu Sverrisdóttur í samvinnu við Þjóðleik- húsið. Sjóðurinn stofnaður Tinna Gunn- laugsdóttir, Helga Sverrisdóttir og Bjarni Ármannsson. ➤ Stofnframlagið er 16 milljónirog er ætlunin að hann muni starfa til ársins 2010. ➤ Auglýst verður eftir hug-myndum að leikverkum og öðrum verkefnum fljótlega. SJÓÐURINN 24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 25 Nútímatónlistarhátíðin Frum 2008 verður haldin dagana 13. til 15. júní næstkomandi á Kjarvals- stöðum. Í ár er hátíðin helguð tón- list þriggja tónskálda sem öll eiga stórafmæli á árinu. Atli Heimir Sveinsson fagnar sjötugsafmæli í haust og frumflytur nýtt verk sem hann tileinkar vinkonu sinni Bryn- dísi Schram, sem einnig á stóraf- mæli á árinu. Auk þess verða leikin verk eftir ameríska tónskáldið El- liott Carter sem verður hundrað ára í desember og Karlheinz Stock- hausen sem hefði orðið áttræður í ár en hann lést hinn 5. desember síðastliðinn. Fyrir utan að eiga stórafmæli á árinu eiga tónskáldin þrjú það einnig sameiginlegt að vera frum- kvöðlar á sviði nútímatónlistar. Á sjötta áratugnum stundaði Atli Heimir tónsmíðanám í Evr- ópu, meðal annars hjá Karlheinz Stockhausen í Köln. Föstudaginn 13. júní milli klukkan 12:15 og 12:45 og laug- ardaginn 14. júní klukkan 12:15 og 13:00 verða stuttir hádegistónleikar í safninu og sunnudaginn 15. júní klukkan 20 verða afmælistónleikar. Nútímatónlistarhópinn Frum skipa Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari, Ingólfur Vilhjálms- son klarinettleikari, Kristjana Helgadóttir flautuleikari, Marc Titschler píanóleikari og Matthias Engler slagverksleikari. Tónlistarhátíðin FRUM á Kjarvalsstöðum Nútímatónlist í öndvegi LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is menning Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag miðvikudagur 11. júní 2008  Hvort er EM íþróttamót eða listahátíð? » Meira í Morgunblaðinu Listin í boltanum  Óli finnski er hraustur skógarhöggsmaður. » Meira í Morgunblaðinu Sviti og skítur  Hópur Seyðfirðinga vill breyta klukkunni. » Meira í Morgunblaðinu Sólin skíni lengur  Víðtæk áhrif elds- neytishækkana. » Meira í Morgunblaðinu Olíukreppan  Megrunarkúrar eru ekki árangursríkir. » Meira í Morgunblaðinu Kíló koma aftur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.