24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 22
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Mikilvægt er að börnin borði hollan og næringarríkan morg- unmat eins og t.d. létt ab-mjólk með múslí eða öðru trefjaríku morgunkorni út í, ávöxt eða lítið glas af hreinum ávaxtasafa og eina teskeið af lýsi. Brauðsneið með góðu áleggi og grænmeti er líka góður morgunmatur,“ segir Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð. Mörg börn sólgin í makríl Elva segir að börn á leikja- námskeiðum þurfi að fá bita klukkan 10, eins og mörg þeirra eru vön úr skóla og leikskóla, sem væri æskilegt að væri ávöxtur eða grænmeti eins og t.d. litlar gulræt- ur, niðurskornar paprikur eða tómatar. Í hádeginu þurfa börnin síðan að vera með gott nesti og dæmi um slíkt væri holl samloka úr trefjaríku brauði með léttsmur- osti, grænmeti, kotasælu, kalkún eða jafnvel hummus. Rannsóknir hafa sýnt að íslensk börn borða ekki nógu mikið af fiski og er um að gera að bæta úr því með tún- fisk- eða rækjusalati með sýrðum rjóma á móti léttmajonesi eða makríl í tómatsósu sem Elva segir mörg börn vera sólgin í. Enga íþróttadrykki „Hreinn ávaxtasafi er ekki nauð- synlegur hluti af mataræði en eitt lítið glas er allt í lagi og þá með mat til að vernda tennurnar. Ferna af léttmjólk er líka góður kostur en annars er vatn langbesti kosturinn. Börnin geta tekið með sér vatns- brúsa að heiman sem er jafnvel hægt að setja klaka í til að halda vatninu köldu dálítið lengur. Þá vil ég taka sérstaklega fram að börn á leikjanámskeiðum þurfa ekki á íþróttadrykkjum að halda frekar en önnur börn,“ segir Elva. Rúsínupakkar vinsælir „Nestið hjá krökkunum okkar er fjölbreytt og valið eftir því hvað hverjum og einum finnst gott. Nestið er hollt og gott, alls konar brauðmeti eins og samlokur með skinku og osti sem hægt er að hita eða flatkökur. Síðan eru krakkarnir duglegir við að koma með litlar gulrætur, vínber og niðurskorið grænmeti í pokum og einnig hefur verið vinsælt að koma með litla rúsínupakka sem eru mjög snið- ugir. Við biðjum fólk um að senda börnin ekki með eitthvað sætt eins og súkkulaðikex sem hefur ekki verið neitt vandamál enda fólk al- mennt orðið meðvitað um úr hverju börnin fá bestu orkuna,“ segir Elísabet Albertsdóttir hjá fé- lagsmiðstöðinni Árseli. 24stundir/Ásdís Grænmeti, ávextir og fiskur í aðalhlutverki ➤ Mörg börn eru sólgin í makrílí tómatsósu sem er góður of- an á brauð. ➤ Mikilvægt er að gleyma ekkiað setja grænmeti á samlok- una. ➤ Hollur og góður morg-unmatur má ekki gleymast til að börnin fari södd og sæl út í daginn. NESTIÐKakkar þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti á leikjanámskeið og í aðra tómstundaiðju sem iðkuð er á sumrin. Enda er ómögulegt annað en að tankurinn sé fullur þegar ærslast er allan daginn í leikjum og fjöri. Orkuríkt Börn á leikjanámskeiðum verða að borða vel. Elva Gísladóttir Næringarfræðingur. Hollt nesti skiptir miklu máli 22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Með hrísgrjónapappír er hægt að búa til öðruvísi og spennandi vefjur. Skerið niður lárperu, rauða papriku og þrjár gulrætur og rífið niður salat. Mýkið hrísgrjónablöð- in í volgu vatni og vefjið þeim síð- an utan um grænmetið. Bananar og rúsínur Fyrir dálítið sætara nesti og kannski meira til spari má stappa saman banana og rúsínur. Smyrja síðan ofan á gróft brauð og búa til samloku. Samloka með tómötum, mozzarella og lárperu er líka góð. Tiltekt í pítu Pítur eru tilvaldar til að fylla með hinu og þessu sem safnast hefur upp í ísskápnum. Skinku, salati, gúrku, osti og jafnvel falafel með góðri jógúrtsósu eða smá pítusósu. maria@24stundir.is Hollt og gott í nestisboxið Litríkar hugmyndir fyrir sumarið Mörgum krökkum finnst skemmtilegt að vasast með foreldr- unum í eldhúsinu og búa til eitt- hvað sem þeir geta sullað í með höndunum. Hér er girnileg upp- skrift að eftirmiðdagssnarli eða sparimorgunmat á helgarmorgn- um. Ávextir og hafrar Til að búa til síróps- og valhnetugranóla þarf þrjá bolla af höfrum, einn bolla af hveitikími, hálfan bolla af valhnetum, rús- ínum og þurrkuðum trönuberjum plús ¼ bolla af sesamfræjum og hlynsírópi og loks tvær matskeiðar af melassa og eina teskeið af kanil. Hrærið allt hráefnið vel og vand- lega saman í skál og hitið ofninn í um 180 gráðu hita. Hellið úr skál- inni í eldfast mót eða ofnskúffu og bakið í um 25 mínútur þar til blandan er orðin fallega gullin og gætið vel að hræra í henni á nokk- urra mínútna fresti. maria@24stundir.is Gott og hollt Granóla-morgunkorn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.