24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Írar kjósa á morgun um Lissa- bon-sáttmála Evrópusambandsins – sem ætlað er að umbreyta sam- bandinu og mynda stjórnskipuleg- an ramma utan um starfsemi þess. Landið er hið eina sem ber sátt- málann undir þjóðaratkvæði, en þjóðþing hinna aðildarríkjanna 26 hafa þegar samþykkt sáttmálann. Þar sem hvert ríki hefur neitunar- vald um framgang sáttmálans getur írska þjóðin gert út af við Lissabon- sáttmálann. Þrjú ár eru síðan Frakkland og Holland höfnuðu stjórnarskrá ESB, en Lissabon-sáttmálinn mun fylla í það skarð sem stjórnarskránni var ætlað. Erfiðar samningaviðræður á milli aðildarríkjanna liggja að baki sáttmálanum, þannig að lítill vilji er hjá stjórnmálamönnum Evrópu að setjast í þriðja sinn að samninga- borðinu. Þverpólitísk samstaða Þótt þjóðin sé klofin í afstöðu sinni eru stjórnmálamenn það ekki. Leiðtogar þriggja stærstu stjórn- málaflokka Írlands hafa snúið bök- um saman í aðdraganda þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Hvetja þeir landsmenn til að merkja við já, svo að sáttmálinn nái fram að ganga. „Við deilum þjóðernislegri skyldu til að tryggja fólki þessa lands bjarta framtíð,“ segir Brian Cowen forsætisráðherra. „Já-ið snýst um að þróa ESB, sem hefur nýst okkur svo vel til þessa, þannig að tryggt sé að það nýtist okkur jafn vel í framtíð- inni.“ andresingi@24stundir.is Aðeins eitt aðildarríki ESB ber Lissabon-sáttmálann undir þjóðaratkvæði Öll augu Evrópusambandsins beinast að Írlandi ➤ Skoðanakönnun Irish Times ísíðustu viku sýndi 30% stuðning við Lissabon- sáttmálann og 35% and- stöðu. ➤ Á sunnudag hafði dregiðsaman með hópunum. Já sögðu 40%, en nei 39%. MJÓTT Á MUNUM Til framtíðar Brian Cowen forsætisráð- herra hvetur Íra til að segja já. Landstjóri Púertó Ríkó hefur farið þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að þær styðji þjóð sína í að þokast í átt til sjálfstæðis. Púertó Ríkó hefur verið sambandssvæði undir stjórn Bandaríkjanna síðan í lok 19. aldar, en notið nokkurs sjálfsákvörðunarréttar frá 1952. Flokkur Anibals Acevedo Vila landstjóra hefur til þessa lagst gegn sjálfstæðistilburðum, en helsti stjórnarandstöðuflokkurinn styður sjálfstæði. Hann hefur áður lagst gegn hugmyndum Bandaríkjaþings um að innlima Púertó Ríkó í Bandaríkin. Nú mega íbúar svæð- isins ekki taka þátt í forsetakosn- ingum, en geta tekið þátt í forkosn- ingum um forsetaframboð. andresingi@24stundir.is Landstjóri Púertó Ríkó Vill auka sjálfstæði Bandaríkin og ESB sögðust í gær mundu beita Íran auknum efna- hagsþvingunum ef landið lætur ekki af áformum sínum um að auðga úran. Sameiginleg ályktun var samþykkt á fundi sem fram fór í Slóveníu í gær. „Nú er kominn tími á sterk skilaboð,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti á blaðamanna- fundi. „Íranar geta valið hvort þeir einangra sig eða styrkja samband sitt við okkur hin með því að hætta að auðga úran.“ Í ályktuninni er möguleikinn á að frysta erlendar bankainnistæður Írans nefndur. „Við munum halda áfram að vinna saman til að tryggja að íranskir bankar geti ekki nýtt sér alþjóðahagkerfið til að styðja út- breiðslu kjarnavopna og hryðju- verk,“ segir meðal annars. Stjórnvöld í Teheran hafa beðið íranska banka um að færa inni- stæður sínar í evrópskum bönkum til seðlabanka Írans, til að verja sig fyrir mögulegum efnahagsþving- unum. andresingi@24stundir.is Bandaríkin og Evrópusambandið álykta gegn Íran Íhuga að beita þvingunum Íransforseti Er viðbúinn efna- hagsþvingunum. HERNAÐARÚTGJÖLD Heildarútgjöld ríkja heimsins til hernaðar námu um 1.339 milljörðum Bandaríkja- dala árið 2007. 45 5 5 4 4 3 3 3 3 2 Kostnaður* Bandaríkin 547 Bretland 59,7 Kína 58,3 Frakkland 53,6 Japan 43,6 Þýskaland 36,9 Rússland 35,4 Sádi-Arabía 33,8 Ítalía 33,1 Indland 24,2 10 ríki með mesta herkostnaðinn Velta* Boeing 30,69 Lockheed Martin 28,12 BAE Systems 24,06 Northrop Grumman 23,65 Raytheon 19,53 General Dynamics 18,77 EADS 12,60 L-3 Communications 9,98 Finmeccanica 8,99 Thales 8,2 10 stærstu vopnaframleiðendur *Upphæðir í milljörðum Bandaríkjadala Heimild: SIPRI Hlutfall (%) Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sífellt meira fé er varið til hern- aðarmála í heiminum. Mest munar um eyðslu Bandaríkjanna, en önn- ur ríki hafa sótt í sig veðrið á und- anförnum árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árs- skýrslu sænsku friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI. Á síðasta ári hljóp herkostnaður heimsins á 1.339 milljörðum Bandaríkjadala. Það jafngildir um 2,5% af samanlagðri landsfram- leiðslu þjóða heims, eða 202 dölum – röskum 15 þúsund krónum – á hvert mannsbarn. Bandaríkin gnæfa yfir Langmestu útgjöldin eru á reikning Bandaríkjanna. Þau eru ástæðan fyrir 45% heildarútgjalda heimsins, og vörðu á síðasta ári meira fé til hernaðar en nokkurt annað ár eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Næst á eftir Bandaríkjunum koma Bretland, Kína og Frakkland – en eyðsla hvers þeirra er rétt um tíundi hluti af eyðslu Bandaríkj- anna. Til margs að líta Orsakir útgjaldaaukningar er víða að finna, að mati Sam Perlo- Freeman, sérfræðings hjá SIPRI. „Löndin standa frammi fyrir ýmsum raunverulegum og mögu- legum átökum,“ segir Perlo- Freeman. „Þar að auki er fjöldi óleystra – eða frosinna – deilna. Fyrir lönd með stórveldisdrauma, svo sem Indland, Rússland og Kína, bæta aukin hernaðarútgjöld stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu. Og því betra sem efnahagsástandið er, því meira er varið til hernaðar.“ Gósentíð hjá vopnasölum Aukin hernaðarútgjöld hafa skil- að sér rakleitt í vasa vopnafram- leiðenda. SIPRI heldur skrá yfir 100 stærstu hergagnaframleiðend- ur heims, sem árið 2006 veltu um 315 milljörðum dala. Á þeim lista er 41 bandarískt fyrirtæki og 34 staðsett í Vestur-Evrópu. Útgjöld til hernaðar aukast um helming  Ríki heims vörðu 45% meira fé til hermála árið 2007 en þau gerðu áratug fyrr  Útgjöldin mest í Bandaríkjunum  Hlutfallsleg aukning mest í Rússlandi Kreml Aukin hagsæld í Rúss- landi hefur hleypt nýju lífi í her- afla landsins, eftir lægð í kjölfar endaloka kalda stríðsins. ➤ SIPRI áætlar að 1.339 millj-örðum Bandaríkjadala hafi verið varið til hernaðarmála í heiminum árið 2007. ➤ Aukning frá fyrra ári nam 6%.Útgjöldin voru 45% meiri en árið 1998. AUKNINGIN

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.