24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 13 Allar götur síðan HalldórÁsgrímsson hrökklaðistúr forsætis- ráðherra- og for- mannsstóli Fram- sóknarflokksins eftir misheppnaða til- raun til þess að „flytja flokkinn á mölina“ hefur verið búist við upp- gjöri á milli „malar- og moldarafl- anna“ í flokknum. Áður en fata- smekkur Björns Inga Hrafnssonar varð honum að falli virtust malaröflin ætla að verða of- an á og litið var á kosningu Guðna Ágústssonar í formannssætið sem biðleik eftir Birni Inga. Nú er Bingi orðinn viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins auk þess sem hann mun stjórna spjallþætti á Stöð 2 næsta vetur. Kosning Bryndísar Gunn-laugsdóttur til for-mennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna á sam- bandsþingi um liðna helgi þykir hins vegar vera til marks um hert tök „moldaraflanna“ á flokknum. For- mannsembætið er mikils metið innan Framsókn- arflokksins og veitir meðal annars sæti á landsþingi hans. Bryndís bar sigurorð af frambjóðanda Björns Inga og félaga, sem ráðið hafa lög- um og lofum innan sambandsins í fjölda ára. Ekki munu þó allir taka undir að Björn Ingi og félagar séu að missa tökin heldur sé hann ein- faldlega að sleppa þeim sjálfvilj- ugur, enda gafst frambjóðandi hans upp áður en að kjörinu kom og mætti ekki einu sinni á þingið. Ríkisstjórn Íslands hittist áfundi í gærmorgun eins ogoftast á þriðjudögum. Þar voru tvö mál rædd, samkvæmt dagskrá. Það voru skýrslur norðvest- urnefndar og norð- austurnefndar um mótvægisaðgerðir, og svo gerði Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra grein fyrir því að saga viðskiptaráðuneytisins yrði skrifuð. Einhver myndi segja að fundir ríkisstjórnar Íslands þessa dagana ættu að fara í að ræða efnhagsmál og þau svörtu ský sem hrannast upp þar. Kannski verður raunasaga við- skiptalífsins frá þessu ári og því síðasta veigamesti kaflinn í sögu viðskiptaráðuneytisins þegar upp verður staðið. Hver veit. elias/magnush@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það er merkilegt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur þessa dagana. Eftir mánaða bið eftir því að línur færu að skýrast um innri mál flokksins og það hvort Vil- hjálmur eða einhver sexmenning- anna tæki við borgarstjóraembætt- inu í mars á næsta ári boðaði Vilhjálmur til fundar um sl. helgi. Til hans var boðað með svo skömmum fyrirvara að tveir af sex- menningunum komust ekki á fundinn. Þar var það tilkynnt að Vilhjálmur hefði valið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að setjast í stól borgarstjóra á næsta ári. Punkt- ur og basta, engin umræða og engin atkvæðagreiðsla. Og allir brostu, skáluðu í kampavíni, óskuðu Hönnu til hamingju og út á við er talað um mikla einingu innan hópsins. Það er full ástæða til að óska Hönnu Birnu til hamingju, hún er vel að þessu komin. Hún á hins vegar erfitt verk fyrir höndum því það verður erfitt að halda hópn- um saman og stilla saman strengi miðað við mismunandi skoðanir þeirra einstaklinga sem skipa borg- arstjórnarflokk sjálfstæðismanna, að ekki sé talað um samstarfsmann- inn Ólaf F. Magnússon. Mjög mis- munandi sjónarmið eru uppi meðal sexmenninganna um stefnu í mik- ilvægum málum. Síðast í gær var það upplýst að grundvallarágrein- ingur er um stórt umferðar- og skipulagsmál er lýtur að stokk á Geirsgötu vegna fyrirhugaðs tón- listar- og ráðstefnuhúss. Í því máli hefur Gísli Marteinn Baldursson haft forystu fyrir hönd umhverfis- og samgönguráðs og beitt sér mjög fyrir lagningu stokks. Nú þegar til- laga er kynnt um málið ber það til tíðinda að Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður hafnarstjórnar, er alger- lega mótfallinn útfærslunni sem Gísli Marteinn talar fyrir og fær hafnarstjórn til að leggjast alfarið gegn málinu. Síðan á auðvitað eftir að koma í ljós hvað formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, segir um málið. Það verður svo fróðlegt að fylgjast með framvindu REI-málsins og þróun- inni hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Darraðardansinn í kringum Orku- veituna hefur haft þau áhrif á fyr- irtækið að ýmislegt bendir nú til þess að margir innan Sjálfstæðis- flokksins geti vel hugsað sér að einkavæða fyrirtækið. Það er vissu- lega ekki á stefnuskrá flokksins að sinni, en Gísli Marteinn hefur lýst því yfir í ræðum í borgarstjórn að honum finnist einkavæðing Orku- veitunnar koma vel til greina. Undir þessi sjónarmið tók Birgir Ár- mannsson, þingmaður Reykvík- inga, í útvarpsþætti á mánudags- morgun þar sem við ræddum borgarmál. Þegar tveir framámenn í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík tala með þessum hætti er ástæða til að leggja við hlustir. Það má jafnvel færa fyrir því rök að eftir að einka- aðilar voru stöðvaðir í því að koma að orkuútrás undir merkjum REI þá aukist þrýstingurinn á að hleypa einkaaðilum, með einum eða öðr- um hætti, að rekstri Orkuveitunnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er sá eini í núverandi borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur afdráttarlaust gegn einkavæð- ingu Orkuveitunnar og því verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður, þegar hann er horfinn úr stóli oddvita. Vandræðagangurinn í Sjálfstæðisflokknum er sér kapítuli en annað og ekki síður áhugavert, fyrir þá sem fylgjast með stjórnmál- um, er hvað gerist með Ólaf F. Magnússon. Meðan ég starfaði með Ólafi F. rakst hann ekki vel í hópi og endaði á að segja sig úr Sjálfstæð- isflokknum vegna ágreinings. Það eru því framundan miklir glund- roðatímar í meirihlutanum og átökin eiga bara eftir að magnast þegar á líður. Ef Hanna Birna tekur við sem borgarstjóri í mars 2009 þarf hún væntanlega að berjast um fyrsta sætið í prófkjöri það sama haust. Gísli Marteinn hefur sterk- lega gefið í skyn að hann muni taka slaginn og það sama á við um Júlíus Vífil og hugsanlega fleiri. Baráttan og sundrungin í Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík er því bara rétt að byrja. Höfundur er alþingismaður Vandræðagangurinn í borginni VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Það er vissu- lega ekki á stefnuskrá flokksins að sinni, en Gísli Marteinn hefur lýst því yfir í ræðum í borg- arstjórn að honum finnist einkavæðing Orkuveit- unnar koma vel til greina. Vinsælu garðhúsgögnin frá Kanada komin aftur Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp. • Sími 534 7470 • www.feim.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. SEDRUS viður sem þolir íslenskra veðráttu Netsala www.feim.is • Vaxtalaus lán til allt að 12 mán. ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og fallegar. Margar stærðir og gerðir. Sturtubúnaður , álbrautir o. fl. Söluumboð: N1 Laugatanga 1 Mosfellsbæ - sími 566 8188. Fjarðanet hf. Grænagarði Ísafirði - sími 470 0836. KB búrekstrard. Egilsholti 1 Borgarnesi - sími 430 5500. Háholt 18 Mosfellsbæ sími 894 5111 Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424 Seyma Í tilefni 17. júni gefum við 25 til 40 % afslátt af barnafatnaði, stærðir tveggja til tólf ára.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.