24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 19 Hver sem áfangastaðurinn er þá þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Nýjar aðstæður fela í sér nýjar hættur sem barnið þekkir ekki. Mikilvægt er að for- eldrar kynni sér allar aðstæður áður og sleppi samt sem áður ekki hendinni af barninu. Þannig verður sumarfríið skemmtilegt og öruggt. Slysin verða líka á Íslandi Þekkt er að foreldrar gæta ef til vill betur að börnum sínum á ferðalögum erlendis en á ferða- lögum innanlands en jafnvel bara uppi í sumarbústað eru hætt- urnar fjölmargar. Nefna má sér- staklega heita potta, læki og vötn í grennd við bústaðinn. Gætið barnsins vel í námunda við vatn, því börn geta drukknað á innan við 3 mínútum í aðeins 2-5 cm djúpu vatni. Það getur gerst mjög skyndilega og hljóðlega. Það heyrist ekkert kall á hjálp eða busl í vatninu. Helsti áhættuhópurinn er börn yngri en 5 ára en 1-3 ára börn þurfa þó sérstaka aðgæslu enda eru þau afskaplega forvitin, sífellt á ferðinni og klaufaleg í hreyfingum. Ef þau lenda í erf- iðleikum hafa þau litla möguleika á að bjarga sér. Rétt viðbrögð skipta öllu máli ef barn fellur of- an í vatn og það er því mikilvægt að kunna endurlífgun. Heilaskaði eða jafnvel dauði getur átt sér stað á innan við þremur mín- útum. Aldrei skal undir nokkrum kringumstæðum skilja barn eftir eftirlitslaust í nágrenni við vatn. Setjið barninu reglur Mikilvægt er að foreldrar kynni sér vel nánasta umhverfi sum- arbústaðarins og setji barninu reglur um hvar það megi leika sér. Ef ár, lækir, fjara eða vötn eru nærri skal sýna sérstaka varkárni. dista@24stundir.is Jafnmargar hættur uppi í sumarbústað og á erlendri strönd Heilræði til foreldra 24stundir/Frikki Öruggt og skemmtilegt frí Ekki líta af börnum ykkar í grennd við vatn. Húð barna er sérstaklega viðkvæm fyrir skaðlegum geislum sólarinnar og nauðsynlegt að verja hana vel svo að hún brenni ekki. Foreldrum reynist auðveldast að kaupa sprey til að nota á líkama barna og krem á andlit. Athugið að æskilegt er að nota sólarvörn með háan stuðul (40-50) fyrir börn og bera oftar en einu sinni á þau yfir daginn. Þá er æskilegt að verja hár- svörðinn með léttu höfuðfati. Sólarvörnin nauðsynleg Margir foreldrar glíma við óhóf- lega sjálfstæðisbaráttu barna sinna. Algengt er að stærstu stríðin fari fram við matarborðið og einkenn- ist af matvendni. Leikskólakenn- arar eiga ráð undir rifi hverju og í matartímum á mörgum leikskól- unum er brugðið á það ráð að bregðast við herkænsku barnanna með því að leyfa þeim að taka út eina fæðutegund af diskinum í skiptum fyrir að borða allt annað. Barnið borðar bara egg! Sólbrennd húð getur valdið mikl- um sársauka. Best er að kæla húð- ina með 18-20 gráða heitu vatni í allt að klukkustund. Ef barnið er mjög kvalið má gefa því væg verkjalyf. Þá er hægt að kaupa krem sem virkar kælandi og græð- andi á húðina og það má nota ef bruninn er vægur eftir að húðin hefur verið kæld. Rétt er að leita til læknis ef korna- barn eða yngra barn sólbrennur. Sólbruni er sársaukafullur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.