24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Forsvarsmenn Nýsis hf. vinna nú að því að skuldbreyta hluta af lán- um félagsins í lengri tíma lán til þess að auðvelda félaginu að borga af lánum í snöggum samdrætti á markaði. „Það sem hefur verið aðalvanda- mál Nýsis að undanförnu er að tekjustreymi félagsins, sem byggist að miklu leyti á langtímafjárfest- ingum, er ekki í takt við greiðslu- byrði af lánum. Þetta erum við að reyna að stilla saman,“ sagði Hösk- uldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, í samtali við 24 stundir í gær. For- svarsmenn Nýsis eru bjartsýnir á að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins muni bæta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Lánin sem þarf að breyta til þess að auðvelda afborganir hljóða upp á um sjö milljarða króna. Höskuldur segir að félagið hafi þurft að grípa til þess að „lengja greiðslufresti“ er varða skuldbind- ingar félagsins gagnvart viðskipta- vinum. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að þessu hafi verið mis- jafnlega vel tekið af viðskiptavin- um. Höskuldur segir ekki annað vera hægt í ljósi erfiðleika á mörk- uðum en að sníða sér stakk eftir vexti. „Það eiga mörg fyrirtæki í erfiðleikum nú um stundir. Lausa- fjárþurrðin hefur keðjuverkandi áhrif á starfsemi fyrirtækja,“ sagði Höskuldur. Heildareignir Nýsis eru metnar á um fimmtíu milljarða, sé mið tekið af stöðu fyrirtækisins í byrjun apríl. Skuldir Nýsis eru liðlega 47 millj- arðar, að mestu í krónum. Nýsir er alþjóðlegt fjárfestingar- félag og eru um tveir þriðju tekna félagsins í erlendri mynt. Félagið á tugi fasteigna á Íslandi, í Bretlandi og Danmörku. Alls ræður félagið yfir um 200 þúsund fermetrum sem það leigir út til fyrirtækja og opinberra stofn- ana. Stærstu verkefni félagsins hér á landi eru bygging Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík og uppbygging austurhafnarinnar. Lánum Nýsis breytt til að forðast skell  Landsbankinn vinnur að skuldbreytingu lána Nýsis hf. vegna erfiðrar stöðu Uppbygging Bygging Tónlist- ar- og ráðstefnuhússins er eitt stærsta verkefni Nýsis. ➤ Heildarskuldir Nýsis voru47milljarðar í apríl en heildar- eignir um 50 milljarðar á sama tíma. ➤ Forsvarsmenn Nýsis vonast tilþess að skuldbreyting hluta af lánum tryggi reksturinn til framtíðar STARFSEMI NÝSIS HF. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fertugsaldri í 40 þúsund króna sekt fyrir að reyna að flytja inn 36 „ást- arhandjárn“ og sleipiefni sem innihélt ólöglegt lyf. Hinn dæmdi taldi að ekkert væri ólöglegt við innflutninginn og vísaði til þess að sambærileg handjárn mætti kaupa í leik- fangaverslun. Auk þess hefði hann flutt handjárn af þessu tagi inn áður. Dómurinn vísaði í ákvæði vopnalaga um að öðr- um en lögreglu sé óheimilt að flytja inn eða eignast handjárn. Eigandi Amors Sektaður fyrir handjárnin VG og H-listi hafa myndað nýjan meirihluta í sveit- arstjórn Dalabyggðar. Mál- efnasamningur liggur fyrir og á sveitarstjórnarfundi á morg- un verður nýr oddviti kjörinn. Auglýst hefur verið eftir sveit- arstjóra. Upp úr meirihluta- samstarfi H-lista og N-lista slitnaði vegna ágreinings um hvort framlengja ætti ráðn- ingarsamning Gunnólfs Lár- ussonar sem verið hefur sveit- arstjóri þetta kjörtímabil. þe Dalabyggð Nýr meirihluti í sveitarstjórn Aðeins einn sjúkraflutningamaður er nú starfandi í Snæfellsbæ og hefur bæjarstjór- inn, Kristinn Jón- asson, leitað til bæjarstarfs- manna um að- stoð við sjúkra- flutninga í sveitarfélaginu, að því er greint er frá á fréttavefn- um skessuhorn.is. Þar er haft eftir bæjarstjóranum að auglýst hafi verið eftir þremur sjúkraflutn- ingamönnum í vetur en enginn sótt um. Að sögn bæjarstjórans mun heilsugæslan sjá um að mennta þá bæjarstarfsmenn sem vilja sækja um stöðurnar. ibs Snæfellsbær Vantar menn til sjúkraflutninga Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var könnun á gististöðum innan Ferðaþjónustu bænda víðs vegar um landið. Könnunin nær yfir flokk 3 sem er gisting fyrir tvo í herbergi með baðherbergi. Allt verð er með morgunmat. Athugið að ekki er tekið tillit til gæða, þjónustu né dægradvalar. Ekki er um tæmandi úrtak að ræða. Ekki er heimilt að vitna í könnunina í auglýsingum. 50% munur á gistingunni Hildigunnur Hafsteinsdóttir NEYTENDAVAKTIN Ferðaþjónusta bænda - Gisting fyrir 2 í herbergi m/baði Gististaður Verð Verðmunur Brekkulækur í Miðfirði 10.600 Steinsholt II Gnúpverjahreppi 10.700 9,4 % Pétursborg í Hörgárbyggð 10.700 9,4 % Gistihúsið Langaholt 12.800 20,8 % Gauksmýri v/Hvammstanga 13.400 26,4 % Fosshótel Hólar 15.900 50,0 % Í síðustu viku voru veittir styrkir úr Umhverfis- og orkurannsókna- sjóði Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2008. Meðal þeirra verkefna sem styrkt voru eru rannsóknir á kvikasilfursmagni í Þingvallavatni. Magn kvikasilfurs í stórurriða í Þingvallavatni mælist yfir heilsu- verndarmörkum eins og sagt hefur verið frá í 24 stundum, og er því ekki ráðlegt að neyta urriðans í miklum mæli. Tveir hópar hlutu fimm millj- óna króna styrk til að rannsaka kvikasilfrið í Þingvallavatni í sam- einingu, en ábyrgðamenn hópanna eru annars vegar Franklín G. Georgsson og hins vegar Guðjón Atli Auðunsson. hlynur@24stundir.is Styrkir úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Rannsaka kvikasilf- ur í Þingvallavatni Aðsókn karlmanna að ráðgjafar-þjónustu Krabbameinsfélagsins margfaldaðist í kjölfar kynningar- átaks um karlmenn og krabbamein sem haldið var í mars síðastliðn- um, að því er Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélags- ins, greinir frá. „Markmiðið með átakinu var að karlmenn fylgdust betur með ein- kennum krabbameins og leituðu fyrr greiningar. Aðsóknin að ráð- gjafarþjónustunni jókst gríðarlega. En áhugaverðast er þó hversu margir bókuðu tíma hjá þvagfæra- skurðlæknum. Ég fékk til dæmis þær fréttir frá einum þvagfæra- skurðlækni í síðustu viku að það væri holskefla í tímapöntunum. Hann er uppbókaður fram í sept- ember,“ segir Gústaf. Blöðruhálskirtilskrabbamein er eitt algengasta krabbamein hjá körlum en enn er ekki hægt að bjóða heilbrigðum körlum hópleit vegna þess. Árlega greinast um 630 íslenskir karlar með krabbamein, þar af 190 með krabbamein í blöðruhálskirtli, 64 með lungnakrabbamein og 51 með ristilkrabbamein. Í tengslum við kynningarátakið var opnaður vefurinn www.karlmennogkrabba- mein.is. Þar eru kynnt einkenni ýmissa tegunda krabbameina. ngibjorg@24stundir.is Góður árangur af kynningarátaki um karla og krabbamein Margföld aðsókn að ráðgjöf Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.