24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta hlýtur óhjákvæmilega að fara út í verðlagið og hafa áhrif á vöruverð og verð á þjónustu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ), um þær hækkanir sem hafa orðið á eldsneytisverði að undanförnu. Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú það hæsta sem verið hefur. Víðtæk áhrif „Það er ekki hægt að segja til um hvaða áhrif það hefur í prósent- um,“ segir Andrés um það hversu miklar hækkanirnar kunni að verða. „Olíuverðshækkun hefur miklu víðtækari áhrif en bara á eldsneytisverð. Plast stórhækkar einnig því að olían er hráefni til plastframleiðslu. Þetta hefur víð- tækari áhrif en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Andrés. Hann segir ástandið núna vera eins óhagstætt fyrir innflutning og hugsast getur. Vill lækka olíugjald Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að nú séu mjög erfiðir tímar fyrir neytendur. „Þetta hefur svo geig- vænleg áhrif út í allt samfélagið,“ segir hann en veltir upp þeirri hug- mynd að stjórnvöld lækki olígjald- ið til þess að slá á áhrifin. Áhyggjur af uppsögnum Aðspurður um það hvað fyrir- tæki geti gert til þess að halda aftur af verðhækkunum segir Andrés það liggja fyrir að það þurfi að hag- ræða. „Þegar fyrirtæki þurfa að draga saman er mest horft á launa- kostnað,“ segir hann. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir þau hafa áhyggjur af stöðu mála. „Við höfum heyrt að um síðustu mánaðamót hafi verið töluvert um uppsagnir,“ segir hann. „Fólk hringir mikið og spyr um réttindi sín,“ bætir hann við. Stjórnvöld sýni frumkvæði Þeir Andrés, Jóhannes og Gunn- ar vilja allir að ríkisstjórnin sýni einhver viðbrögð við ástandinu. Andrés segir vandamálið fyrst og fremst vera lánsfjárskort. „Ef við fáum ekki neinar jákvæðar fréttir frá fjármálafyrirtækjum á allra næstu vikum þá er ekki ástæða til bjartsýni,“ segir hann. Hann vill einnig að ríkið grípi inn í með framkvæmdum til þess að örva at- vinnulífið. Þeir Gunnar og Jóhann- es kalla eftir því ríkisstjórnin taki frumkvæði að nýrri þjóðarsátt. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Olíuverðshækkun hefur víðtæk áhrif  Framkvæmdastjóri SVÞ segir olíuverðshækkun óhjákvæmilega hafa áhrif á verðlag ➤ Heimsmarkaðsverð á olíu ernú tvöfalt hærra en það var fyrir ári og fimmfalt hærra en það var fyrir fimm árum. ➤ Lítrinn af 95 oktana bensínikostar nú rúmar 170 krónur og lítrinn af dísilolíu tæpar 190 krónur. OLÍUVERÐ 24stundir/Golli Síhækkandi olíuverð mun smitast út í verðlagið. „Það er mikilvægt fyrir öku- menn að skynja flæðið í um- ferðinni og læra á ljósin,“ seg- ir Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs um það hvernig hægt er að halda aftur af eldsneytiskostn- aði. „Þetta er annars vegar lausagangurinn sem fylgir því að bíða á rauðu ljósi sem telur og hins vegar orkunotkunin sem fer í það að bremsa og taka af stað aftur.“ ejg Sigurður Friðleifsson Mikilvægt að skynja flæðið „Fólk ætti að íhuga það alvar- lega að fara með tjald í útileg- una frekar en hjólhýsi,“ segir Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍB en hann segir bíla með hjólhýsi í eftirdragi eyða 30- 40% meira en án þess. „Ég hef bókstaflega horft á bens- ínmælinn falla þegar ég hef verið með hjólhýsi aftan í.“ Stefán Ásgrímsson Tjald frekar en hjólhýsi Verð á hráolíu er nú komið í tæpa 140 dollara á tunnuna. Það er nú tvöfalt hærra en fyrir ári og fimmfalt hærra en fyrir fimm ár- um. Hækkanir hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar því þær hafa áhrif á verð á öllum vörum og þjónustu. Víða um heim hafa farið fram fjöl- menn mótmæli gegn þessum hækkunum og hafa þau einkum beinst að ráðamönnum. En það er ekki víst að verið sé að mótmæla á réttum stöðum eða hvort það er yf- irhöfuð hægt. Fjölmargar og ólíkar ástæður eru fyrir þessari miklu hækkun á olíuverði og ætla 24 stundir hér að stikla á stóru um þær helstu. elias@24stundir.is Olíuverð hefur aldrei verið hærra en nú og það sér ekki fyrir endann á hækkununum í nánustu framtíð Af hverju heldur olían áfram að hækka? 1 Eftirspurn Einfaldasta og eðli- legasta skýringin er líklega sú að verðið stjórnist af framboði og eftirspurn. Á undanförnum árum hefur ver- ið mikill hagvöxtur í tveimur fjöl- mennustu ríkjum heims, Kína og Indlandi. Í kjölfarið hefur eft- irspurn eftir olíu í þessum ríkjum vaxið gríðarlega. Aukin eft- irspurn eftir olíu er því ein ástæða hás elsdneytisverðs. Óstöðugleiki Innrás Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra inn í Írak árið 2003 hefur leitt til gríð- arlegs samdráttar í olíufram- leiðslu Íraka. Hún er nú aðeins einn sjötti af því sem hún var fyrir innrásina. Þá hefur óstöðugleiki, bæði í pólitík og náttúru í Mið- Austurlöndum sem og í öðrum olíuframleiðsluríkjum haft þau áhrif að dregið hefur úr framboði. 2 3 Takmörkuð auðlind Olíunni kemur úr takmarkaðri auðlind sem er ofan í jörðinni. Það var eðlilega byrjað að sækja olíu í lindir þar sem það var einfaldast og ódýrast. Þegar fer að ganga á þessar lindir þarf að sækja olíuna í aðrar sem krefjast flóknari og dýr- ari aðferða. Hækka þarf verðið svo það sé hagkvæmt. Verðið hækkar því í samræmi við það hversu mikið er gengið á auðlindina. Spákaupmennska Samtök olíu- framleiðsluríkja (OPEC) geta haft mikil áhrif á verðið með því að halda aftur af framleiðslu sinni. Það sama má segja um spákaup- menn sem spila á olíuverð. Þetta gera þeir til dæmis með því að fjárfesta beint í olíu þegar verðið fer niður í þeim eina tilgangi að selja hana aftur þegar það fer upp, án þess að hafa nokkurn tíma ætlað að nota hana. 4

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.