24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 11.06.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Það má til sanns vegar færa að golfsýkin er hin mesta meinsemd og grefur árlega meira um sig,“ segir leikarinn og skemmtikraftur- inn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, sem fellur kyrfilega í þann fríða flokk íslenskra kylfinga sem kallast golfsjúklingar og láta vart sólar- hring líða án þess að labba hring með golfsettið. Það viðurkennir hann strax sjálfur en bendir á að þessi ákveðna meinsemd sé að öllu leyti góðkynja og því andi hann til- tölulega rólega enn sem komið er. Fimman er markmiðið Laddi hefur fiktað við golf í hart- nær fimmtán ár en fór ekki að taka leikinn alvarlega fyrr en fyrir tæp- um tíu árum og liggur nú svo kylli- flatur fyrir sportinu að hann stefnir ótrauður á að komast í landsliðið. „Þá á ég við öldungalandsliðið okkar eða svokallað senior, svo að það fari ekkert á milli mála. Það er mitt takmark að ná því og ég gef mér tvö ár til þess arna. Eins og sakir standa er ég með 7,3 í forgjöf en hef best náð niður í 6,8. Maður er eðlilega ryðgaður eftir veturinn og auk þess fór ég til kennara í allan vetur og er að breyta öllu sem hægt er að breyta. Stefnan er að komast niður í sex í forgjöf ekki síðar en í haust og svo niður í fimm á næsta ári og þá geta kannski farið að opn- ast dyr að landsliðinu. Það er draumurinn.“ Að nýta sér vindinn Það er nokkuð til marks um al- varleika sýki Ladda að hann er bæði meðlimur í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og Golfklúbbi Reykja- víkur. „Oftar er ég í Hafnarfirðin- um en ég hef lengi verið meðlimur í GR líka og vil vera þar áfram á skrá, annars er svo erfitt að komast inn aftur. Auk þess vill svo vel til að æfingasvæði þessara klúbba henta frámunalega vel. Standi vindur að norðan verða Básar fyrir valinu til æfinga enda skjól fyrir þeirri vind- átt og svo öfugt á æfingasvæðinu hjá Keili. Aðstæður hér eru því frá- bærar en kannski örlítið dýrt að þvælast alltaf á milli. Hins vegar finnst mér þessir tveir vellir þeir skemmtilegustu sem ég spila á og báðir með sérkenni sem frábært er að reyna sig við. Sérstaklega er hraunið í Hafnarfirðinum alveg einstakt og ógleymanlegt að spila þar í hvert einasta sinn.“ Útför frestað Ólíkt öðrum félögum sínum sem nýta öll tækifæri yfir hávet- urinn til að komast til suðrænni landa til golfiðkunar á Laddi ekki gott með slíkt enda háannatíð í leikhúsum landsins. „Nei, ég hef setið á hakanum hvað útfarir snert- ir og horfi oft á eftir félögunum til Spánar að spila en það hefur bara ekki verið í boði þó viljinn sé vissu- lega fyrir hendi. Svo heillar alltaf að kaupa litla íbúð þarna úti og fljúga út við öll tækifæri en það verður að bíða betri tíma.“ Styrktarmót Eldeyjar Laddi og félagi hans, töframað- urinn Baldur Brjánsson, hyggjast sýna listir sínar á grænum brautum Golfklúbbs Garðabæjar á laugar- daginn kemur en Kiwanisklúbbur Eldeyjar heldur þá góðgerðargolf- mót og rennur allir ágóði í styrkt- arsjóði félagsins sem aftur styrkir menn og góð málefni. Öllum er heimil þar þátttaka og fer skráning fram á golf.is en verðlaun í um- ræddu móti verða að teljast afar góð miðað við það sem gerist á slíkum mótum. Til að mynda geta áhugasamir spreytt sig á að vinna nýjan bíl en til þess þarf að fara holu í höggi og er sú uppákoma ekki hluti af texas scramble- mótinu sjálfu. Verðlaunin í því eru heldur ekki döpur, utanlandsferð í aðalvinning og fjölmargir minni vinningar að auki. Laddi í landsliðið  Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, hefur lengi verið fastamaður í landsliði skemmtikrafta hér- lendis  Nú vill karl í landsliðið í golfi líka … í öldungaflokki og hefur gefið sér tvö ár til að ná markmiðinu Beint á ská Það er margt sem Laddi tekur ekki alvarlega en golfið er ekki eitt af því. Það er grafalvarlegt. 24stundir/G.Rúnar Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á morgun og áhuga- menn bíða sérstaklega spenntir í þetta sinn. Það gera þeir reyndar ávallt þegar það mót fer fram enda eitt þeirra stærstu í heiminum hvert ár en áhuginn er sérstaklega mikill nú þar sem mótið er hið fyrsta sem snillingurinn Tiger Woods keppir á eftir að hafa geng- ist undir skurðaðgerð á hné fyrir tveimur mánuðum. Gefa flestir spekingar vestanhafs sér að hann geti vart spilað af sinni eðlilegu getu og að það opni dyrnar fyrir minni spámenn. Í hóp þessara minni spámanna falla góðkunningjar áhugamanna, leikmenn á borð við Phil Mickel- son sem vann Buick-boðsmótin á Torrey Pines þrívegis fyrir nokkr- um árum og þekkir völlinn vel. Luke Donald á enn eftir að láta að sér kveða og Trevor Immelman veit nú mætavel hversu sigurtilfinning- in á stórmóti er góð. Rory Sabbat- ini og Adam Scott eru tveir aðrir sem hafa hæfileika til að taka tit- ilinn ef Mickelson eða Woods finna sig ekki hundrað prósent. Opna bandaríska mótið hefst á morgun Tiger heill heilsu?                                        !  "#                  ! !      "  #  $% &   '())    )*+, -  #  .   %    $%&'%($) *+          / 0$1 % //1 / / /% / 1 $$ )          0%  /1 $1 0 /0% 1 /0 $/ )          2 2    ,' -..  3 / #0 12# !3#1 &'( %(')(*+,( -.+/(*(0/.1 " 23     +    " /3 4 &   # 5 6 !" #$ LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Auk þess vill svo vel að æfingasvæði þessara klúbba henta frámunalega vel. Standi vindur að norðan er skjólgott að æfa sig í Básum og svo öfugt á æfingasvæðinu hjá Keili. golf

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.