Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 ar með blendingi af lauf- og barrtrjám með fjölbreyttum lág- gróðri, oft og tíðum einnig hreinir barrskógar. Hann ,er tíður í kjarri vöxnum skógarjöðrum eða skógarrjóðrum og í kjarri í kringum vötn og tjarnir, ennfremur í trjágörðum og unggreni- lundum. Aðalfæða hettusöngvarans er skordýr og skordýra- lirfur og svo ýmiskonar ávextir og ber. Hreiðrið er frekar óvönd- uð karfa úr grasstráum, stönglum, skófum og jurtaull, oftast fóðruð innan með hrosshári. Það er venjulega í lítilli hæð frá jörðu (innan við 1 m), í allskonar kjarri, berjarunnum eða öðr- um lággróðri og oft í lágvöxnu unggreni eða öðrum trjám. Egg- in eru 4—6, oftast 5, mjög breytileg að lit, oftast þó græn- eða brúnhvít með öskugráum blettum og brúnrauðleitum eða græn- brúnum dílum, stundum nærri einlit. Hettusöngvarinn verpir tvisvar á sumri og foreldrarnir liggja á eggjunum til skiptis. Útungunartíminn er 13—14 dagar. Hann er með beztu söng- fuglum í Evrópu og margir telja, að aðeins næturgalinn taki honum fram hvað það snertir. 5. Dílaþröstur (Turdus dauma aureus Holandre). Ham af fugli þessum hefir Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöð- um við Mývatn, sent mér. Hann fannst við túngirðinguna á Grímsstöðum 14. okt. 1939. Hafði hann flogið á girðinguna, og var svo meiddur, að hann gat ekki flogið. Fugls þessa hefir aldrei orðið vart hér á landi áður. Dílaþrösturinn er stór og sérkennilegur þröstur, sem er auð- þekktur frá öðrum ættingjum sínum. Að ofanverðu er hann all- ur með áberandi svörtum dílum á gulbrúnum grunni, en að neð- an er hann með svörtum dílum á hvítum grunni. Á framanverð- um hálsi og á bringu er gulleitur blær. Á miðjum vængnum neðanverðum er gulhvítt band, sem myndast af blettum með sama lit á innfönum flugf jaðranna. Flugf jaðrirnar eru annars dökkbrúnar með gulbrúnum útjöðrum. Handþökurnar eru svart- yddar og mynda svart band á vængnum ofanverðum. Ytri stél- fjaðrirnar meira eða minna hvítyddar. Stélfjaðrirnar eru 14 (þó ekki á öllum undirtegundum), en á öllum öðrum þröst- um 12. Nef brúnt, neðri skoltur gulleitur við rótina. Fætur ljós- brúnleitir ,eða brúnholdlitaðir. Stærð: Vængur: karlf. 155— 164, kvenf. 154—167, stél 112—118, nef 27—31, rist 35—39 mm. Mál Grímsstaðafuglsins voru þessi: Heildarl. 298, vængur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.