Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 ströndum fram, ,eða við ár og vötn, sem ekki leggur. f skýrsl- unni er aðeins getið um eina blesönd, sem sézt hefir hér á því tímabili, sem athuganirnar ná yfir. Þar með eru þó sjálfsagt ekki öll kurl komin til grafar, því að vitað er, að blesöndin er hér ekki óalgengur flækingur á haustin og veturnar, og dæmi eru til þess, að eitt og eitt par hafi verpt hér. Talsvert hefir orð- ið vart við, að hún hafi veslazt hér upp. Landsvölur sjást alloft sunnanlands á vorin (í maí) og fram eftir sumri. Virðast þær komast sæmilega af, en varptilraunir hafa þó oftast mistekizt. Hér hefir verið minnzt nokkuð á algengustu flækingsfugl- ana, sem vart hefir orðið við hér á landi síðastliðin tvö ár. Enda þótt við vitum, að talsvert margir einstaklingar flestra þessara tegunda geti framfleytt hér lífinu í lengri eða skemmri tíma, þá er þó víst, að margir þeirra veslast fyrr eða síðar upp úr hor og harðrétti, svo framarlega sem þeir hverfa þá ekki fljótlega aftur á brott héðan, en um afdrif þeirra fugla getum við nátt- úrlega ekkert sagt. Sama gildir auðvitað um hina sjaldgæfari flækinga, sem hér hafa ekki verið gerðir sérstaklega að umtals- efni. Nokkur dæmi eru til þess, að sumir af þessum fuglum hafi verpt hér (t. d. starar, landsvölur og blesendur), án þess þó að þeir hafi ílenzt hér enn sem komið er, þó að slíkt geti orðið síð- ar. Nokkrir fuglar, sem bætzt hafa við hóp íslenzkra varpfugla á síðari áratugum, og ýmsir aðrir íslenzkir varpfuglar, hafa auðvitað byrjað landnám sitt á sama hátt. Margir vilja halda því fram, að hlýindatímabil það, sem við nú eigum við að búa, valdi því, að á síðari árum komi hingað meira en áður af sjaldgæfum fuglum og flækingum frá suðlæg- ari löndum eða löndum, sem hafa hlýrra loftslag en ísland. Ég er þó alls ekki viss um að þetta sé rétt, en hitt er ekki nema eðlilegt, að meira beri nú á slíkum fuglum en áður, vegna þess að í köldu árunum hafa þeir sjálfsagt mjög fljótlega annað- hvort hrökklazt á brott aftur eða drepist, en aftur á móti hefir hin milda veðrátta yfirstandandi hlýindatímabils þau áhrif, að þeim tekst betur að framfleyta hér lífinu, vegna hinna bættu lífsskilyrða, sem því eru samfara. Undanfarandi hlýindatímabil er líka vafalaust orsök þess, að nokkrar fuglategundir, sem áð- ur töldust flækingar, hafa á síðustu áratugum farið að verpa hér á landi, og hafa nú algerlega ílenzt hér. Auk þess er víst, að sjaldgæfum fuglum og flækingum er veitt meiri athygli af almenningi nú en áður, enda standa menn nú ólíkt betur að vígi, 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.