Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 101

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 101
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 JAKOB LÍNDAL: SJALDGÆF PLANTA Flestir kannast við húsapuntinn (Agropyrum repens), há- •vaxið, breiðblaða axgras, og öllum grösum örvara til vaxtar framan af vori, jafnvel þótt kalt blási. Hann vex víða við bæi og á húsþökum, og getur myndað svo gróðurmiklar og snemm- vaxnar græður, að ýmsum hefir orðið að líta til hans hýru auga sem nytjaplöntu. I reyndinni hefir það þó orðið síður en svo sé, því að hann er lélegt fóðurgras og eitt hið versta illgresi við- fangs, komist hann í garða eða ræktarland, sem rótað er við. Kyn þetta nefnist villihveiti, og eru, auk húsapuntsins, kunnar af því hér á landi tvær tegundir: Bláhveiti (A. violaceum) og kjarrhveiti (A. caninum), en báðar sjaldgæfar. I Flóru Islands, II. útgáfu, er bláhveitis getið á neðangreindum fundarstöðum: Stóruvöllum í Bárðardal, Grund, Hellu og Vitaðsgjafa í Eyja- firði, og svo er talið Hof og Litlahlíð, sem aðeins er ákveðið með N. = Norðurland (finnandi Ó. D.), en það mun vera Hof og Litlaheiði í Vesturdal í Skagafirði, því að magister Ingólfur Davíðsson hefir bent mér á, að úr Vesturdal sé komið eintak frá Ólafi Davíðssyni, sem geymt er í Náttúrugripasafninu í Reykjavík. Bláhveitis hefi ég svo ekki orðið var í þeim gróður- listum, sem eg hefi séð síðan Flóra íslands kom út. Því rifja ég þetta upp hér, að ég hefi orðið þ.ess var, að blá- hveitið hefir numið víðar land en áður er kunnugt. Veitti eg þessari einkennilegu grastegund fyrst eftirtekt sumarið 1938 í grasmóum rétt neðan við Gilsbakkasel, sem stendur á nyrðri bakka Merkigils í Austurdal í Skagafirði. Síðan var ég öðru hvoru að rekast á hana fram Austurdalinn, án þess þó að ég muni alla fundarstaði, en get þó sérstaklega nafngreint móa nálægt Miðhúsum, sem eru gömul beitarhús frá Merkigili, vall- lendisbrekku framan við Skatastaði og grasi vaxnar skriður fram undir Keldudal, sem liggur langt framan við byggð í Aust- urdal. I Vesturdal varð bláhveitið einnig fyrir mér á nokkrum stöðum, og man eg um brekkur sunnanvert við Jökulsá, þar sem hún kemur ofan í Vesturdalinn, vallendisgeyra í brekkunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.