Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 36

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 36
32 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVAHI Jarðabókarverkið, sem var aðalstarf nefndarmannanna, stóð yfir í 12 ár (1702—14), en manntalinu og fjártalinu var lokið fyrir Alþing 1703. Ekki var það samt tekið á einum degi um land allt, eins og nú tíðkast um manntöl, heldur var það tekið á ýmsum tímum, allt frá því í desember 1702 og fram í júní 1703, en á flestum stöðum fór það fram í marz eða apríl. Það sýnist eiga við ástandið á þeim tíma, er það var tekið á hverj- um stað, en ekki vera miðað við ákveðinn dag. Þó er skýrslan um utansveitarhúsgangsmenn, sem fylgdi með aukalega, alls staðar miðuð við páskanóttina 1703, og sums staðar er það telcið fram, að ómagaregistrið eigi við langaföstuna, eins og fyrir var mælt í bréfi nefndarmanna til sýslumanna. í hrepp- unum önnuðust hreppstjórarnir um framkvæmd manntalsins. Voru þá venjulega 5 hreppstjórar í hverjum hrepp, en hrepp- arnir alls um 150. Ekki er vitað, hvaða aðferð hefur verið notuð við töku manntalsins, og líklega hefur hún ekki verið hin sama alls staðar. Sums staðar virðist svo sem hreppstjór- arnir hafi farið um hreppinn og skrifað fólkið á hverjum bæ, en annars staðar munu þeir hafa stefnt bændum til sín til þess að láta í té þær upplýsingar, sem óskað var eftir. Manntalinu af öllu landinu hefur verið skilað til nefndar- manna á Alþingi sumarið 1703, og hefur það síðan verið sent til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. En ekkert virðist hafa verið gert við það þar fyrr en 75 árum síðar, er Skúli Magnús- son landfógeti skrifaði, veturinn 1777—78, í 6. bindi af jarða- bólt sinni mannfjöldann á hverjum bæ 1703, ásamt tölu fjöl- skyldna og sveitarómaga í hverjum hreppi, og gerði svo yfir- lit fyrir allt landið um tölu fjölskyldna og mannfjöldann alls og hve margir væru yfir sjötugt. Og loks gerði hann tilraun til þess að skipta mannfjöldanum á landbúnað og fiskveiðai'. Fram að síðustu áratugum hefur öll þekking manna á mann- talinu 1703 verið byggð á því, sem Skúli Magnússon hefur tekið upp úr því. Jarðabólt lians er aðeins til í handriti, en yfirlitstafla hans um mannfjöldann 1703 var prentuð í Olavius: Ökonomisk Reise igiennem Island. Iíh. 1780. Sama tafla hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.