Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 46
42 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARI hér enn þá í meiri hluta, en sá meiri hluti fer sílækkandi, og við manntalið 1940 voru ekki nema 1014 konur á móts við hvert 1000 karla. Þar sem að jafnaði fæðast fleiri sveinar en meyjar, stafar mismunurinn af því, að manndauðinn er meiri meðal karla en kvenna. Framan af ævinni eru konurnar því í minni hluta, sem fer minnkandi, þar til hann snýst í meiri hluta, sem svo fer vaxandi með aldrinum. 1940 var það ekki fyrr en upp undir fertugsaldur, að konurnar komust í meiri hluta. 1703 var þessu öðru vísi farið. Þá var kvenkynið í meiri hluta í öllum 5 ára aldursflokkunum, jafnvel líka í hinum yngsta, innan 5 ára. Nú er venjulega ekki mikill inunur á manndauða sveina og meyja innan 15 ára aldurs, nema á 1. ári deyja fleiri sveinar en meyjar, einkanlega fyrst eftir l’æðinguna. Að kvenkynið er komið í meiri hluta þegar á barns- aldri virðist því benda til mjög mikils barnadauða skönnnu eftir fæðingu, sem meir bitnar á sveinbörnum, svo að um- framtala þeirra hverfur strax, i stað þess að endast langt fram eftir aldri. Þar sem meiri liluti af þjóðinni var milli 15 ára og sex- tugs 1703 heldur en nú, hefði mátt búast við, að meira hefði þá verið um gift fólk heldur en nú. En það er alveg öfugt, gift fólk var tiltölulega miklu færra, en íleira ógift. 1940 var rúm- ur helmingur karla yfir tvítugt giftur og tæpur helmingur kvenna, en 1703 ekki nema rúml. % karla og þriðjungur kvenna á sama aldri. Þetta er þó ekki óeðlilegt, þegar litið er til hins mikla fjölda vinnufólks, sem þá var, og búast má við, að margt hafi skort efni og jarðnæði til þess að geta reist bú, og enn meiri hömlur munu hafa verið við giftingu sveitar- ómaga, sem voru íslcyggilega margir um þær mundir. Þó má vera, að gifta fólkið sé eitthvað vantalið 1703, að þess hafi ekki ælíð verið getið um fólk, sem var hætt að búa og komið í vinnumennsku eða á sveitina. Ekkjufólk var líka færra þá heldur en nú, og er það eðlilegt, þar sem minna var þá um gamalt fólk heldur en nú. Atvinna þjóðarinnar var ekki margbrotin í þá daga. Mátti heita, að allir störfuðu að landbúnaði að meira eða minna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.