Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 5

Skírnir - 01.12.1919, Side 5
Skírnir] Jón Thoroddsen. 211 vér getum eigi hér, fremur en annarstaðar, grafið fyrir rætur rannsóknarefnavorra. Frumlegirhæfileikamenn verða víst löngum næsta »dularfult fyrirbrigði«. Jón Thoroddsen er í báðar ættir af atgervismönnum kominn. Föður föður hans, Þóroddi á Vatneyri, hefir ekki verið fisjað saman. Þótt hafði honum sopinn óþarfiega góður, eignaðist 14 börn með konu sinni, og komust 11 þeirra til til l'ullorðins ára, 8 synir og 3 dætur, og sigldu 7 synir hans og lærðu sína handiðnina hver. Mér virðist þessi smíðahneigð og smiðshendur föður-frænda skáldsins eftirtektaverðar, bera vitni um hugkvæmní í ættinni, þvi að það er öndin, sem stýrir hendinni. Hvað getur höndin án höfuðsins? Aðalhetja skáldsins í »Pilti og stúlku«, Ind- riði, sver sig því í föðurætt hans, er hann er smiður góð- ur. í æsku var það mesta yndi hans að vera eitthvað að tálga. Er mjög sennilegt, að skáldinu hafi verið sögð slík saga af bernsku einhvers föðurfrænda sinna. — Móðir Jóns Thoroddsens var prestsdóttir úr Skagafirði. Tel eg liklegt, að af því stafi það, að skáldið lætur andlega dótt- ur aína, Sigríði, ástmey Indriða, ráðast unga norður í Skagafjörð til frænku sinnar, er þar bjó og skáldið átti móðurfrændur. Mikið prestablóð rann i æðum Jóns Thor- oddsens, þótt ekki væri hann prestssonur, eins og ýmsir ágætustu menn sögu vorrar á seinustu öldum. Má finna t>seði skáld og fræðimenn í hinni klerklegu álmu ættar hans, t. d. Gunnar prófast Pálsson í Hjarðarholti, hinn Qierkilegasta mann og bróður Bjarna landlæknis Pálsson- ar- Jón Thoroddsen var því í móðurætt sína í frændsemi við Bjarna Thorarensen, skáld, er var dóttursonur Bjarna landlæknis. Þeir voru og frændur, Jón Thoroddsen og Þorsteinn smiður Daníelsson á Skipalóni, stórmerkilegur °g hálfskringilegur hugsjóna- og framkvæmdamaður, sem óskráð er um mikil saga. Skáld og listamenn eru ólíkir guði almáttugum i því, að þeir skapa ekki af engu. Og efnið kemur þeim ekki eingöngu innan úr hugskoti þeirra. Þeir verða lika að fá Það að utan, í margvíslegura skiftum við samtíð sína, anda 14*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.