Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 13

Skírnir - 01.12.1919, Page 13
Skírnir] Jón Thoroddsen. 219 áheyrandi rengir og kveður honum hafa verið sagt þetta af hrekk, þyknaði i karli og kvað hann þá svo að orði: »Það eru ófúin fötin á þeim, sem sagði það. Það var prófasturinn hérna«. í »Manni og konu« segir Bjarni á Leiti, að Grettir hafi verið þrjár álnir danskar og þrjú kvartil um herð- arnar. Og þá er Gfrímur meðhjálpari, hinn biblíulærði spekingur,' bendir Bjai’na á það, með spaklegri hógværð og kryddi af biblíu-tilvitnunum, að einhver hafi leikið illa á hann, að telja honum trú um slíka fjarstæðu, tekur hann því óstint og svarar: »Hugsar þú, Gfrímur góður, að telja mér trú um, að það sé lýgi, sem sannorðir menn hafa sagt mér um Gretti Asmundsson, að hann væri þrjár álnir danskar um herðarnar og þrjú kvartil. í stað Björns á Burstarfelli er hér í »Mann og konu« kominn Grettir Ásmundarson. Skáldinu hefir þótt láta lag- legar og eftirminnilegar í eyrum, að hann væri þrjár áln- ir danskar og þrjú kvartil um herðar, heldur en hann væri þrjár álnir danskar eða fjórar. Það var og í samræmi við það, að Bjarni taldi alt upp á átta, er hann sagði frá fjölda þeim, er komst fyrir á Indíafarinu. En eg sé eftir, að hann hefir ekki lofað Bjarna að svara Grími meðhjálp- ara, eins og fyrirmyndin svaraði: »Það eru ófúin fötin á þeim, sem sagði það«. Það er »ófúinn« íslenzkur mergur í svarinu þvi. í stað þess segir hann i »Manni og konu«, að sannorðir menn hafi sagt sér. Við vitum nú, að þar er átt við Ólaf prófast Sívertsen í Flatey. Lifið — en ekki Jón Thoroddsen — heflr dregið skop- myndina Bjarna á Leiti. Skáldið heflr þar engu þurft við að bæta. Skáldaugað og skopaugað sá, hvílík skemtun og veizlufagnaður mátti verða i sögu að slíkri konungsger- semi sem Einari prófentukarli prófastsins i Flatey. Vand- inn var ekki annar en sá, að breyta nafninu og herma vel eftir honum, ná orðalagi hans, og það var list, sem Jóni Thoroddsen lét og tókst hér sem oftast. Hann sýnir hann eins og góður þýðandi þýðir kvæði, hirðir ekki að ná tali hans né sögum orðrétt, heldur hættinum, blænum, andan-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.