Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 14

Skírnir - 01.12.1919, Page 14
220 Jón Thoroddsen. [Skírnir anum, ef tala má um anda í sambandi við Einar prófentu- karl eða Bjarna á Leiti. — Ekki veit eg, hvort Bjarni hefir verið slikur bardagamaður sem skáldið gerir hann, en mjög líkamshraustur hafði hann verið Vér höfum nú gripið niður i einum kaflanum í »Manni og konu« og séð, hversu hann er upp runninn. Og á lík- an hátt er því vísast farið um uppruna fiestra sögukappa skáldsins i báðum sögum hans. »HjáImar tuddi var að allra viti fiækingsaumingi, sem hét Hjálmar og var kall- aður Goggur«, segir Theodóra Thoroddsen í nefndri gréin. Hann »átti sömu umskiftingssöguna og Tuddi«, bætir hún við. Hefir Goggur ekki verið óhjákátlegri í háttum en nafui hans, Tuddi »Manns og konu«, þar sem hann »gat ekki fengið væran blund, nema hann hefði pils af konu í sæng sinni (Ljóðm. J. Th., 2. útg, bls. 275), enda var hann stundum kallaður Pilsa-Hjálmar. Hefir skáldið ekki haft fyrir því að skifta um skírnarnafn hans. — Þá þykjast Vesttirðingar gerla vita deili á fyrirmynd öðlingsins, Sig- valda prests. »Við kveðum ekki upp úr með Sigvalda prest«, segir frú Theodóra af mikilli nærgætni við afkom- endur hins vestfirzka »dánumanns«, er Jón Thoroddsen hefir gert svo mikla sögu af. Vestfirzk merkis- og gáfu- kona hefir sagt mér, að það orð hafi farið af þeim drott- ins smurða, fyrirmyndinni, að hann hafi verið undirförull, rólegur í l'asi og tali, blíðmáll, einkar lagið að fara í kring- um menn og koma ár sinni vel fyrir borð. Gáfaður var hann talinn. Jón Thoroddsen flikar að sönnu lítið hæh- leikum hans öðrura en hrekkvísinni. Hann gefur i skyn, að hann hafi verið ræðuskörungur lítill, verið auðugur af öllu, sem til bús heyrir nema bókum; «af þeim var hann ekki ríkari en millum húsgangs og bjargálna«, bætir hann gletnislega við. En síðan heldur hann áfram :-----»Luku samt allir upp einum munni um það, að ekki þyrfti að frýja manninum vits«, og kveður honum í viðskiftum hafa unnist á við þá, er fleiri áttu bækurnar. Lýsing »Manns og konu« á Sigvalda presti kemur því nálcvæmlega heim

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.