Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 31

Skírnir - 01.12.1919, Síða 31
Skírnir] Maður og kona. 237 Eitt sinn sem oftar var messað í Fiateyiarkirkju; var margt manna við kirkju. Eftir messu stóð Einar gamli úti og gaspraði við menn. Segir haun þá meðal annars: »Vitið þið piltar hvað hann Björn á Burstarfelli var breið- ur um herðarnar?« Þeir þóttust ófróðir um það. »Hann var þrjár álnir danskar yflr herðarnar«, sagði Einar. Rétt í þessu gekk Ólafur prófastur hjá, og er hann heyrði geipið i karlinum, segir hann brosandi: »Ætli þær hafi ekki verið fjórar, Einar ininn?« »Það má mikið vel vera, því maðurinn var geysi- stór«, sagði Einar. Daginn eftir fræddi hann húskarlana í Hólsbúð — svo hét býli Ólafs prófasts í Flatey — á þvi, að Björn á Burst- arfelli hefði verið fjórar álnir danskar yfir herðarnar. Hafði þá einhver orð á því, að þetta hefði einhver sagt honum af hrekk, til að reyna trúgimi hans. En Einar brást reiður við, og kvað ekki þurfa að rengja slíkt; árétt- aði hann mál sitt með því að segja: »Það eru ófúin fötin á þeim sem sagði það. Það var prófasturinn hérna«. Eins og fyr er getið, hét kona Einars Veronika, hæg- lætis kona og fremur lítið að manni; fór vel á með þeim. Frá bónorði sínu til hennar sagði Einar svo: »Við vorum vinnuhjú á sama bæ, Veronika mín og eg. Og mér leizt mæta vel á stúlkuna. Einu sinni vor- am við saman í heybandi, þá sagði eg við Veroniku: »Veronika min, ef þú vilt eiga mig þá vil eg eiga þig, en viljirðu ekki eiga mig, þá vil eg ekki heldur eiga þig«. Þá sagði Veronika mín: »Eg vil fegin eiga þig, Einar minn«. — Og svo var búið með það.« Þá var það líkt með Bjarna. á Leiti og Einari, að báð- ir voru matmenn með afbrigðum. Var Einar glöggur á að ekki væri af sér dregið, og ekki var hann meir en svo ánægður með skamtinn í Hólsbúð, sem marka má af þvi, er hann sagði eitt sinn: »Vitið þið piltar hvað er í askinum mínum: Hálf lifur, heil lungu, hálfar garnir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.