Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 49

Skírnir - 01.12.1919, Side 49
Skirnir] Færeysk þjóðernisbarátta. 255 verzlunarinnar 1856. Það ár markar tímamót í sögu Færeyja. Atvinnuvegum hefir fleygt fram síðan, fyrst og fremst fiskiveiðunum. Skipafloti Færeyja er óvenju mik- ill, ef á fólksfjölda er litið. Verzlanir hafa risið upp í hverri bygð. Fólki hefir fjólgað mjög. Um 1800 var fólkstalan 5000, 1855 rúm 8000, en er nú komin fram yfir 20,000. Og hún á eflaust eftir að vaxa mikið enn. Þegar við liugsum okkur Færeyjar framtíðariunar, gerum við réttast i, að reikna með eigi færri íbúum en ísland hefir nú. III. Þess er áður getið að neinar fornbókmentir eignuðust Færeyingar aldrei.. Fyr en seint á 18. öld má telja, að ekkert væri til ritað á færeysku. En á vörum fólksins hafa geymst ókjörin öll af þjóðlegum fræðum síðan í fornöld. Fjöldi kvæða og sagna hefir gengið frá kyni til kyns. Þeim má þakka það, að Færeyingar hafa hald- ’ð tungu sinni til þessa dags, og í þessum fræðum á rit- oaál þeirra bókmentagrundvöll sinn. Það sem mest hefir stuðlað að þvi, að halda við and- legu lífi hjá Færeyingum í fámenni þeirra og niðurlæg- iugu er tvent. Annað er kvöldsetur þeirra, er þeir kalla ®vo. Á vetrarkvöldunum, þegar ah heimafólkið sat að tóvinnu, var venja, að eldra fólkið sagði sögur og æfin- týri, söng kvæði eða bar upp gátur, en hinir yngri hlýddu á og námu. — Hitt er dansinn. Menn stigu öðruvísi dans á miðöldum en nú er siður. Konur og karlar skipuðust i hring og héldu hvert í annars hönd. Hljóðfærasláttur tíðkaðist ekki við dansinn, heldur sungu menn kvæði og stigu reglubundin spor eftir hljóðfallinu. Þessi hringdans nú lagður niður víðast hvar, en hefir þó geymst í sum- úm afskektum stöðum, meðal annars i Færeyjum. Og úieð honum hafa varðveizt feiknin öll af kvæðum, sem sungin hafa verið þá er dansað var. Engin þjóð á svo mörg og mikil danskvæði sem Færeyingar, að tiltölu við

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.