Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 52

Skírnir - 01.12.1919, Page 52
258 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir dönsku og færeysku í sama kvæðinu. Auk þess kafa Fær- eyingar stundum notað aldönsk kvæði við dans sinn og gera það enn. Færeyingar kafa alt fram á síðustu daga kaldið áfram að yrkja danskvæði, einkum eftir íslenzkum sögum. Einna nafntogaðastur þeirra skálda, sem kveðið kafa í kinum forna stíl, er Jens Christian Djurhuus, bóndi í Kollafirði á fyrri kluta 19. aldar. Eíann orti meðal annars nýtt kvæði ura Sigmund Brestisson og annað um Orminn langa. Af mönnum, sem enn lifa, kefir Jóannes Patursson kveðið Gunnnleygs kvæði eftir Gunnlaugs sögu, og það er ekki síðasta danskvæðið, sem ort kefir verið í Færeyjum. Hversu vel kvæðin kafa getað geymst í manna minn- um öldum saman, sýnir meðal annars dæmið um Ljómur Jóns biskupB Arasonar. Þær bárust til Færeyja skömmu eftir að þær voru ortar og kafa orðið vinsælar þar. Á síðustu öld var kvæðið fært í letur og var þá furðanlega lítið breytt frá frumkvæðinu, svo að það er ekki ónýtt til samanburðar, ef finna á, hvernig íslenzki textinn muni hafa verið upphaflega. önnur tegund kvæða, sem líka voru sungin við dans, voru háðkvæði, er Færeyingar kalla þætti (fær. tættir eða táttar). Þátturinn var að jafnaði ortur um einhvern sér- stakan mann, sem farist hafði klaufalega. Oft var hann kveðinn í hefndarskyni. Svo að þátturinn kæmist út með- al manna, söng skáldið kann sjálft við dans, þegar færi gafst. Bezt þótti, að sá sem sneitt var að, væri viðstadd- ur, og þurftu vaskir menn að halda í kann, svo að kann hlypi ekki út fyr en alt var um garð gengið. Einhver elzti þáttur, sem enn er til, er Ánanias tátt- ur, ortur um 1700 af Símuni í Hörg. Þá voru byssur að berast til Færeyja. Ánaniasi tekst að klófesta eina af þessum gersimum, en á keimleiðinni vöknar púðrið hjá honum; þá setur kann það í pott og hengir yfir eld, en potturinn springur í loft upp og Ánanias með. Þessi þátt- ur er einn kinna beztu og laus við klúrleik þann og stór-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.