Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 58

Skírnir - 01.12.1919, Page 58
264 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir ar, og það var ekki fyr en nú, að fræðimenn gátu fengið ljósa hugmynd um færeyska tungu og afstöðu hennar við fornmálið og frændmálin. Hitt ritið var nýtt kvæðasafn (Færöiske kvæder 1855). Þau kvæði, sem þar eru gefin út, eru flestöll um forn norræn efni og mörg þeirra merk. Nú var starfi Hammershaimbs fyrir færeyskar bók- mentir lokið að sinni. Hann fékk brauð í Norðurstraum- ey 1855 og varð sex árum síðar prófastur Færeyja. Úr þessu átti hann svo annríkt, að hann gat engum ritstörf- um sint. Hvað eftir annað skoraði Svend Grundtvig vin- ur hans á hann að halda áfram því verki, sem hann hafði byrjað svo vel. Raunar var um þetta leyti búið að safna svo mörgum kvæðum, að ætla mátti, að lítið væri eftir. En samt var nóg að gera enn. Eldri söfnin, sem sum voru heldur bágborin, þurfti að hreinrita, þannig að skip- að væri saman þeim uppskriftum, sem til voru af sama kvæði; erindi, sem kynni að vanta í, þurfti að spyrja uppi og margt þvílikt. Fyr en þetta væri gert var ekki viðlit að láta prenta kvæðin. Til að standa fyrir þessu verki var Hammershaimb sjálfkjörinn. En hann færðist undan og bar fyrir sig embættisannir. Þá réð Grundvig af að taka sjálfur að sér starfið. Til hjálpar sér fékk hann mág sinn, Jörgen Bloch arkífssekretéra, er var mað- ur vel að sér í norðlenzkum málum, einkurn færeysku. 1871 tóku þeir félagar að afrita ö)l færeysk kvæði, sem þá voru kunn, í eitt safn, og var ætlast til að það yrði undirbúningur að útgáfu, sem Hammershaimb skyldi standa fyrir. Og þó að útgáfan kæmi, væri safnið ekki einskis vert fyrir því, því að aldrei myndi koma til mála af gefa út alí það efni, sem til var, og þá væri mikill hagur, að það væri alt komið saman í einn stað og auðvelt aðgöngu. Eftir fimm ár var lokið við að afrita öll kvæði, sem menn þektu þá, um 7300 blaðsíður í 15 þykkum bindum. En þeir Bloch og Grundtvig létu ekki þar við lenda. Næst tóku þeir að semja færeyska orðabók. Eins og fyr er getið hafði Svabo sarnið orðabók áður, sem til var í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.