Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 62

Skírnir - 01.12.1919, Page 62
268 í’æreysk þjóðernisbarátta. [Skirnir frá því, sem þau hafa numið, á dönsku en fsereysku. Nú kunna færeysk börn ekki miklu meira i dönsku, þegar þau koma í skóla, sjö ára gömul, en jafnaldrar þeirra á íslandi. Því er mælt svo um, að kennarinn megi gera ungum börnum hægara fyrir með því að tala við þau færeysku, en þegar eldri börn eiga í hlut skuli kenslan fara fram á dönsku. Aður hafði kenslumálið í barnaskól- unum nær því eingöngu verið færeyska. Til þess að bæta dálítið úr, var þó ákveðið um leið, að börnin skyldu læra að lesa færeysku, en færeysk réttritun var ekki gerð að skyldunámsgrein. Það er þó sennilegt að hún verði það áður en langt um liður. Samt er vafasamt hvort allir kennarar verða færir um að taka þá grein að sér, þvi að í kennaraskólanum er móðurmálinu enn markaður heldur þröngur bás. Litlu meiri rétt hefir færeyskan í kirkjunum. Þó er leyfilegt að flytja ræður á henni við og við, en i hvert skifti verður að sækja um leyfi til prófasts áður en það er gert. I augum margra Færeyinga, einkum gamals fólks, er það vanhelgun á kirkjunum að tala þar heimamálið. Því verður og ekki neitað, að Færeyingar eru illa undir það búnir að fá móðurmálið sitt þangað inn að fullu og öllu. Enn er biblían ekki þýdd á færeysku í heild sinni. Það sem lagt hefir verið út er dreift hingað og þangað, meðal annars í blöðunum. Lika vantar sálma að nokkru leyti. I mörg ár hefir færeyskt sálmasafn verið í höudum ráðuneytisins danska en er ekki löggilt enn. Eins og af þessu má sjá hafa kjör færeyskrar menn- ingar lengst af verið lítt glæsileg. En samt hafa Fær- eyingar síðasta mannsaldurinn átt því láni að fagna að eiga marga góða menn, sem barist hafa fyrir að vekja þjóð 8ína og þroska hana í andlegum og verklegum efn- um. Hér verður sumra hinna helztu þeirra getið litið eitt: Friðrik Petersen (1853—1917) gekk i latínuskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1875. Á stúdentsárum sínum orti hann nokkur ættjarðarkvæði, sem eru einhver hin beztu, sem Færeyingar eiga til. Meðal þeirra er þjóð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.