Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 65

Skírnir - 01.12.1919, Page 65
Skírnir] Færeysk þjóðernisbarátta. 271 ar, nema skýrt sé tekið fram að svo sé eigi. Þau lög er ekki siður að leggja fyrir lögþingið, heldur verða færeysku ríkisþingmennirnir einir að skera úr, hvort rétt sé að þau nái líka til Færeyja eða eigi. Ríkisdagurinn hefir að jafn- aði ekkert vit á færeyskum málum og fer því eftir því, sem þeir gefa ráð til. Þegar svo stendur á, eru þessir tveir menn því svo að segja einvaldir um færeyska löggjöf. Þeir menn, sem Færeyingar senda á þingið danska, kunna oft að lita alt öðrum augum á ýms mál en lög- þingið. Ef lögþingið samþykkir nú og sendir til ríkis- dagsins frumvarp, sem annarhvor færeyski þingmaðurinn er mótfallinn, hvað á hann þá að gera? Annaðhvort verð- ur hann að tala fyrir frumvarpinu þvert um huga sinn eða rísa öndverður gegn lögþinginu og taka einn á sig ábyrgðina, ef frumvarpið verður felt eða því breytt að hans ráðum. I bókarlok setur höfundur fram þessar tillögur til endurbóta: 1) Lögþingið skal skipað þjóðkjörnum þingmönnum °g velja sjálft formann og varaformann. 2) Umboðsmaður stjórnarinnar hefir rétt til taka þátt i umræðum þingsins, en hefir þó ekki atkvæðisrétt, nema bann sé kjörinn þingmaður. 3) Engin lög skulu gilda um sérstök færeysk efni, uema lögþingið hafi áður samþykt, þau í heild sinni. 4) Lögþingið getur sent lagafrumvörp beinleiðis til staðfestingar stjórnarinnar. 5) Lögþingið hefir undir eftirliti stjórnarinnar umráð yfir sérstökum fjármálum Færeyja. í þessum liðum er tekið fram alt það, sem sjáif- stjórnarflokkurinn tók síðar upp í stefnuskrá sína og berst tyrir enn í dag. Jóannes Patursson hafði 1906 komið ár sinni svo vel tyrir borð við stjórnina dönsku, að hún bauð lögþinginu að selja því i hendur fult vald yfir fjármálum Færeyja, °S ef það vildi taka að sér fleiri raál, kvaðst hún fús til samninga um það. Eftir samráði við lögþingið skyldi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.