Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 66

Skírnir - 01.12.1919, Síða 66
272 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir gjalda Færeyjum ákveðna fjáruppkæð á hverju ári úr ríkissjóði. Með þjóðlyndum Færeyingum vakti þetta til- boð mikinn fögnuð, en andstæðingarnír máttu ekki af neinu sjálfræði vita. Undir forustu Olivers Effersoe, bróð- ur Rasmusar, börðust þeir hnúum og hnefum móti því að boðinu yrði tekið og töldu almeningi trú um, að ætlunin væri sú, að slíta Færeyjar frá Danmörku og steypa þeim í fullkomna glötun. Ef Færeyingar ættu að ráða fjár- málum sínum sjálfir, yrði að hækka alla skatta svo fram úr hófi, að enginn mundi geta risið undir. Þetta hreif. Við fólksþingskosningar var Jóannesi steypt og Effersöe kjörinn i hans stað með miklum meirihluta. Þá var úti um alla færeyska sjálfstjórn að sinni. Eftir þetta höfðu sambandsmenn völdin í tólf ár. En smátt og smátt óx andstæðingunum fiskur um hrygg. Fyrsti boðinn um sigur þeirra var það, er hinn ungi, öt- uli málfærslumaður EdwarcL Mortensen var kosinn til fólks- þingsmanns 1915. Hann taldi sig raunar ekki til sjálf- stjórnarflokksins en stóð honum þó næst í öllu. Og 1918 komust loks sjálfstjórnarmenn í meiri hluta í lögþinginu. Fyrsta verk þeirra þar var að senda menn til íslands til að semja um sameiginlega verzlun við Ameríku. Sama ár var Jóannes Patursson gerður landsþings- maður og það er hann enn. Hann hefir samið fjöldann allan af blaðagreinum um ýms efni, einkum búnaðarmál og pólitík. Allar eru þær ritaðar á færeysku, og er það fátítt þar í landi. Einkum er ástæða til að minnast á greinar hans um íslenzk efni. Hann hefir ávalt fylgst mætavel með í íslenzkum málum og viljað láta Færeyinga snúa sér meira til Islands en þeir hafa gert. Oft hefir hann kveðið niður ýmsan róg, sem Dimmaiætting hefir borið út um ísland í því skyni að hræða Færeyinga frá þvi, að fara að okkar dæmi og heimta meira sjálfstæði. í þessu sambandi má og geta þess, að hann á íslenzka konu, og talar svo vel okkar mál, að slíkt mun fátítt um erlendan mann. Einnig um skáldgáfu sver Jóannes sig í ætt við lang-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.