Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 15
BRÉF TIL SÉRA VALDIMARS BRIEM 189 Við ritgerð þína — það sem hún nær — hefi eg lítið að athuga. Kem kannske svolítið að því seinna. Ekki að búast við, að þú getir á lítilli stundu leyst af hendi til fullr- ar hlítar jafn mikið verkefni, enda er það ljóst af bréfi þínu, að þú skoðar þetta aðeins sem uppkast, eða uppi- stöðu, sem þarf að vefa upp í, svo að almennir lesendur bafi af því full not. Það verður t. d. ágripslegra við það, að þú við sálmana nefnir aðeins númer. Betra að nefna upphaf sálms eða vers, því að margir lesendur nenna ekki að fletta upp. Betra að taka upp í textann of mikið en of lítið. Treysti ekki, að menn kunni eða fletti upp. Eg held, að uppistaðan sé góð, eða húsgrindin, drepið á flest það, sem ástæða er til að minnast á, en sumt svo lauslega, að of lítið yrði eftir því tekið, ef það væri ekki skýrt frekar. Ætla eg að nefna tvennt, sem mér finnst að þyrfti að rekja betur. Annað er það að sýna, hversu það er trúin, sem er það dýpsta og innsta í skáldskap Matthíasar. Nærri því um hvað sem hann yrkir, kemur það í ljós. Mér dettur t. d. í hug Þorraþrællinn, sem sjálfsagt verður eitt af ódauðlegu kvæðunum hans, þó ekki væri vegna annars, en þessarar íslenzku, sem á því er. Seinni parturinn er dálítið gáskaleg lýsing á flóðinu í Reykjavík og slóða- skap bæjarstjórnarinnar með fráræsluna(l), en fyrri part- urinn um viðskifti Þorra við menn og skepnur og Fönix. Strauk eg fyrst um börðin breið, brynjaði svellum klaka, þar til öll var sköruð skeið skjöldum hvítra jaka. Svo endar frásögn Þorra um hina trylltu viðureign svona: Fjögur dægur dauðans kíf dróttin þoldi rakka. Þeirra veika veslings líf var ei mér að þakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.