Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 26
200 KIRKJURITIÐ nákvæmlega orðrétt færð hér í letur, en efni að engu haggað. Séra Þórður Guðlaugur Ölafsson var fæddur í Hlíðar- húsum í Reykjavík 24. apríl 1863. Þar bjuggu foreldrar hans, Ólafur Guðlaugsson og Sesselja Guðmundsdóttir. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum árið 1885 og cand. theol. 1887. Dýraf jarðarþing voru honum veitt sama ár og vígður þangað 6. nóv. Lagði hann þá þegar á stað vestur, eins og áður er getið, til að hefja starf í þessu fátæka út- kjálka brauði. Kvongast hafði hann 6. nóv. árinu áður. Var vígsludagurinn því einnig hjúskaparafmælisdagur. Kona hans var María Isaksdóttir, pósts Ingimundarsonar, gáfuð hæfileika- og fríðleikskona. Varð hann að skilja hana eftir, ásamt barni þeirra á fyrsta ári. Efnahagur ungu hjónanna var þá, eins og vænta mátti, mjög þröng- ur, en lítið um atvinnu í Reykjavík. Var því einskis látið ófreistað til þess að komast sem fyrst að stöðu sem prest- ur, þótt í fjarlægð yrði að vera. En í Dýrafirði átti hann eftir að vera þjónandi prestur nær 42 ár — í Dýrafjarðar- þingum tæp 17 ár og í Sandaprestakalli 25 ár. Prófastur í Vestur-lsafjarðarprófastsdæmi var hann um 20 ár. Lausn frá prestskap fékk séra Þórður árið 1929. Fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur. Voru þau þar lengst á vegum dóttur sinnar Sesselju og manns hennar. Var séra Þórður um nokkur ár starfsmaður í stjórnarráðinu. Konu sína missti hann árið 1943. Var heilsa hans þá einnig mjög þrotin. Hann andaðist 28. apríl s. 1. Þau mörgu ár, sem séra Þórður Ólafsson dvaldi í Dýra- firði, kemur hann víða við sögu, ekki einungis sem prest- ur og prófastur heldur og í sambandi við mörg önnur trún- aðarstörf og menningarmál, sem hann hafði afskifti af og Dýrfirðingar og fleiri munu lengi njóta góðs af. Lífsvið- horf séra Þórðar Ólafssonar og störf hans eru vel þess verð, að gerð væri ýtarleg grein fyrir þeim. Eigi verður það þó gert hér, í þessari stuttu grein, svo sem skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.