Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 55

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 55
PRESTASTEFNAN 1948 229 mættu fyrir hönd íslenzku kirkjunnar þeir séra Jakob Jónsson og Sigurbjörn Einarsson, dócent. Loks er nýafstaðinn í Englandi fundur Brezka og erlenda Biblíufélagsins, en íslenzka Biblíufélagið er meðlimur þess sambands. Mætti þar fyrir hönd Biblíufélagsstjómarinnar séra Sigurbjöm Á. Gíslason og mun hann einnig í þeirri ferð sitja kirkjulega fundi bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Á síðastliðnu sumri, dagana 4.—15. ágúst, vísiteraði ég Rangárvallaprófastsdæmi, að undanteknum Vesmannaeyjum, og flutti guðsþjónustur í öllum kirkjunum og ávarpaði auk þess söfnuðina sérstaklega og ræddi við þá um kristindóms- og kirkjumál yfirleitt og með tilliti til hvers safnaðar sérstak- lega. Þessi ferð var í alla staði hin ánægjulegasta, og geymi ég í sambandi við hana margar hugljúfar og ógleymanlegar endurminningar. Þakka ég prófastinum, sóknarprestunum og söfnuðunum hlýjar og yndislegar viðtökur og óska þeim bless- unar Guðs í nútíð og framtíð. Merkisafmæli á sýnódusárinu hafa þessir núverandi og fyr- verandi prestar átt, svo að mér sé kunnugt: 1. Séra Sigtryggur Guðlaugsson á ISIúpi varð 85 ára hinn 27. september. 2. Séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík varð áttræður hinn 25. maí s. 1. 3. Séra Eiríkur Þ. Stefánsson, prófastur á Torfastöðum, varð sjötugur hinn 3. maí s. 1. 4. Magnús Jónsson, prófessor, varð sextugur hinn 26. nóv. s. 1. Fimm prestar áttu fimmtugsafmæli á árinu: Séra Jón J. Skagan, f. prestur á Bergþórshvoli, séra Hálf- dan Helgason, prófastur á Mosfelli, séra Sveinbjörn Högnason, Prófastur á Breiðabólsstað, séra Þorsteinn Jóhannesson, prófast- ur í Vatnsfirði og séra Þorsteinn B. Gíslason, Steinnesi. Fyrir mína hönd og kirkjunnar flyt ég þessum starfsbræðr- um vorum innilegar hamingjuóskir og áma þeim blessunar Guðs. í þessu sambandi vil ég minnast þess, að hinn 1. febr. s.l. voru 100 ár liðin frá fæðingu séra Valdimars Briem vígslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.