Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 18
192 KIRKJURITIÐ skólaárum og svo í bréfum. Eg býst við, að þú eigir ýmis- legt, sem vert væri að draga fram. Eg man nú í bili ekki eftir öðru, sem eins nauðsynlegt væri að skrifa um miklu fyllra en er í uppkasti þínu. En mér finnst þú verða að bæta við miklu af sýnishornum úr kvæðunum. Annars er hætt við, að verði ágripslegt og almennir lesendur hafi lítið gagn af. Eg lit nú aftur yfir það. Eg held að það sé rétt, þetta sem þú ætlar að gera, að sleppa krítikinni. Það er satt, að „auk þú hlíf“ er afleitt, og hefir mér verið mikil raun að því, því annars er sálm- urinn skínandi gull, og ekki trúi eg öðru en að þeir séu nokk- uð margir, sem verða gagnteknir af honum þegar þeir syngja hann í kirkju á nýjársdag. Um það held eg, að eg hafi aldrei neitað mér, að láta nýjársmessuna enda á honum — og byrja á: „Hvað boðar nýjárs blessuð sól?“ þessum sálmi, sem mér finnst sjálfkjörinn til að eiga sæti í „Sálma- bók kristninnar,“ eða „Sálmabók heimsins," ef hún verður einhvern tíma til. Sama er um nr. 18, sem þú minnist á, en óþarflega varlega finnst mér þú komast að orði þar. „Líklega skáldlegast vers í öUum íslenzkum sálmakveð- skap.“ Eg held, að það sé óhætt að segja rúmlega það. Eg þykist hvergi hafa séð jafndýrðlega lýsingu á sköpunar- verkinu eins og þessa: „1 myrkrin út þín elskan kallar," ekki í 1. Mósebók og ekki hjá hinum innblásnustu höf- undum Gamla testamentisins og ekki í nokkru skáldriti yngra né eldra, sem eg hefi lesið. Á slíkum ljóðum tekur ekki að tala um smágalla. — Af þýðingum á kvæðum Geroks nefnir þú aðeins Móse á Nebó. Eg held þú ættir að nefna líka Fjóra reiðmenn, því hvergi lýsir þýðingarsnilld Matthíasar sér betur en í sumum vísunum þeim, þó að seinasta vísan endi nokkuð dauft: „Drottinn, þér sé dýrð og sómi.“ Eg kann ekki við orðin nærri seinast í grein þinni: „Mun naumast áfella hann o. s. frv.“ Það gæti ekki komið til mála að áfellast hann, þó að hann hafi verið reikandi í trú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.