Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 38
Tírœð trúarhetja. Lesendur Kirkjuritsins munu kannast flestir við nafn Matthildar á Smáhömrum í Steingrímsfirði, sem varð 100 ára síðasta nýjársdag. Hefir verið ritað nokkuð um hana í blöðunum og rakinn æfiferill hennar. Ritstj. Kirkjurits- ins kom til hennar í sumar og fannst mikið til um að sjá hana og heyra. Hún sat teinrétt og tíguleg og virtist horfa á einhverja dýrlega sýn, þótt hún hafi verið blind í meira en tvo áratugi. Og yfir henni var þessi einkennilegi ljómi, sem stundum er yfir öldruðu fólki. Hún líkti sjálfri sér við moldarhrúgu, en þó hefði miskunn Guðs vakað yfir henni í 100 ár. Allt átti hún honum að þakka: „Hann hefir haldið í höndina á mér í hundrað ár. Ég hefi fundið það glöggt. Traust mitt á honum er ekki valt“. Hún sagði, að sér fyndist tíminn mjög fljótur að líða, þótt stundum væri einmanalegt að sitja í myrkrinu. ,,Ég hefi verið spurð að því, hvort mér þætti ekki sárt að missa sjónina, og þá er svar mitt þetta: Guð veit, hvað mér hentar bezt. Ef til vill hefir hann með þessu viljað beina sjón minni frá hégóma veraldarinnar". Talið berst að löngu liðnum tím- um. Ein minning virtist henni einna Ijúfust og hug- stæðust. Hún var á átjánda ári og nýtrúlofuð. Hún reið til kirkju að Felli með unnusta sínum og fleira fólki, og reiddi þriggja ára gamalt barn í fanginu. Vatnavextir voru miklir. 1 einni ánni datt hestur hennar og hún úr söðlinum með barnið í faðminum. Hún hugsaði um það eitt að halda því, og svo gat unnusti hennar bjargað báð- um. „Þannig hefir föðurforsjón Guðs verið. Hann hjálp- aði mér til þess að sleppa ekki barninu, hvað sem yfir dyndi“. Mér skildist, að líkt hefði verið farið allri hennar löngu æfi. Og nú lýsir trúin henni að leiðarlokum, hrein og sterk, þótt öðrum hæfileikum hennar hnigni. Má enn mikið læra af Matthildi á Smáhömrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.