Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 55

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 55
PRESTASTEFNAN 1948 229 mættu fyrir hönd íslenzku kirkjunnar þeir séra Jakob Jónsson og Sigurbjörn Einarsson, dócent. Loks er nýafstaðinn í Englandi fundur Brezka og erlenda Biblíufélagsins, en íslenzka Biblíufélagið er meðlimur þess sambands. Mætti þar fyrir hönd Biblíufélagsstjómarinnar séra Sigurbjöm Á. Gíslason og mun hann einnig í þeirri ferð sitja kirkjulega fundi bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Á síðastliðnu sumri, dagana 4.—15. ágúst, vísiteraði ég Rangárvallaprófastsdæmi, að undanteknum Vesmannaeyjum, og flutti guðsþjónustur í öllum kirkjunum og ávarpaði auk þess söfnuðina sérstaklega og ræddi við þá um kristindóms- og kirkjumál yfirleitt og með tilliti til hvers safnaðar sérstak- lega. Þessi ferð var í alla staði hin ánægjulegasta, og geymi ég í sambandi við hana margar hugljúfar og ógleymanlegar endurminningar. Þakka ég prófastinum, sóknarprestunum og söfnuðunum hlýjar og yndislegar viðtökur og óska þeim bless- unar Guðs í nútíð og framtíð. Merkisafmæli á sýnódusárinu hafa þessir núverandi og fyr- verandi prestar átt, svo að mér sé kunnugt: 1. Séra Sigtryggur Guðlaugsson á ISIúpi varð 85 ára hinn 27. september. 2. Séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík varð áttræður hinn 25. maí s. 1. 3. Séra Eiríkur Þ. Stefánsson, prófastur á Torfastöðum, varð sjötugur hinn 3. maí s. 1. 4. Magnús Jónsson, prófessor, varð sextugur hinn 26. nóv. s. 1. Fimm prestar áttu fimmtugsafmæli á árinu: Séra Jón J. Skagan, f. prestur á Bergþórshvoli, séra Hálf- dan Helgason, prófastur á Mosfelli, séra Sveinbjörn Högnason, Prófastur á Breiðabólsstað, séra Þorsteinn Jóhannesson, prófast- ur í Vatnsfirði og séra Þorsteinn B. Gíslason, Steinnesi. Fyrir mína hönd og kirkjunnar flyt ég þessum starfsbræðr- um vorum innilegar hamingjuóskir og áma þeim blessunar Guðs. í þessu sambandi vil ég minnast þess, að hinn 1. febr. s.l. voru 100 ár liðin frá fæðingu séra Valdimars Briem vígslu-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.