Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 26

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 26
200 KIRKJURITIÐ nákvæmlega orðrétt færð hér í letur, en efni að engu haggað. Séra Þórður Guðlaugur Ölafsson var fæddur í Hlíðar- húsum í Reykjavík 24. apríl 1863. Þar bjuggu foreldrar hans, Ólafur Guðlaugsson og Sesselja Guðmundsdóttir. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum árið 1885 og cand. theol. 1887. Dýraf jarðarþing voru honum veitt sama ár og vígður þangað 6. nóv. Lagði hann þá þegar á stað vestur, eins og áður er getið, til að hefja starf í þessu fátæka út- kjálka brauði. Kvongast hafði hann 6. nóv. árinu áður. Var vígsludagurinn því einnig hjúskaparafmælisdagur. Kona hans var María Isaksdóttir, pósts Ingimundarsonar, gáfuð hæfileika- og fríðleikskona. Varð hann að skilja hana eftir, ásamt barni þeirra á fyrsta ári. Efnahagur ungu hjónanna var þá, eins og vænta mátti, mjög þröng- ur, en lítið um atvinnu í Reykjavík. Var því einskis látið ófreistað til þess að komast sem fyrst að stöðu sem prest- ur, þótt í fjarlægð yrði að vera. En í Dýrafirði átti hann eftir að vera þjónandi prestur nær 42 ár — í Dýrafjarðar- þingum tæp 17 ár og í Sandaprestakalli 25 ár. Prófastur í Vestur-lsafjarðarprófastsdæmi var hann um 20 ár. Lausn frá prestskap fékk séra Þórður árið 1929. Fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur. Voru þau þar lengst á vegum dóttur sinnar Sesselju og manns hennar. Var séra Þórður um nokkur ár starfsmaður í stjórnarráðinu. Konu sína missti hann árið 1943. Var heilsa hans þá einnig mjög þrotin. Hann andaðist 28. apríl s. 1. Þau mörgu ár, sem séra Þórður Ólafsson dvaldi í Dýra- firði, kemur hann víða við sögu, ekki einungis sem prest- ur og prófastur heldur og í sambandi við mörg önnur trún- aðarstörf og menningarmál, sem hann hafði afskifti af og Dýrfirðingar og fleiri munu lengi njóta góðs af. Lífsvið- horf séra Þórðar Ólafssonar og störf hans eru vel þess verð, að gerð væri ýtarleg grein fyrir þeim. Eigi verður það þó gert hér, í þessari stuttu grein, svo sem skyldi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.