Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 8
102 KIRKJURITIÐ Hel og hvernig liann sótti sér frið og þrótt í hinztu legunni við það að horfa á dánarmynd franska spekingsins með bamshjart- að, Pascals. Birtan yfir andlitsdráttum lians boðaði honum lífið. Eftir þetta sá ég aldrei Thorsten Bohlin, en ég reyndi til að fylgjast með honum, og hann varð mér harla minnisstæður. Hann varð einn af ágætustu biskupum Svía og mjög harmdauði, er hann lézt, sextugur að aldri. Minningarrit var skrifað um hann mjög merkilegt. Mér var sagt frá því í Uppsölum og að í því væri kafli eftir Bohlin, er hann hefði mælt fram á banadegi, á landamærum heimanna, eins og guðinnblásinn spámaður. Eg fékk mér bókina og las langt fram á nótt. Hvað sagði hann sjálfur út frá sinni eigin reynslu um ódguðleik mannssálarinnar, er hann var staddur í sömu sporum og þeir, sem hann lýsti ungur í er- indi sínu? Og ég teygaði orð lians eins og þyrstur maður svala- drykk. Hann hafði legið langa legu og þunga og stundum mjög hallur úr heimi og um hríð meðvitundarlaus, að því er virtist. En síð- asta daginn vaknaði hann úr dvalanum og fór að tala við þá, sem sátu hjá rekkju hans. Og þeir skrifuðu orð hans: „Það er undursamlegt — ævintýralegt að deyja. í eyrum mér dunar eins og af lúðraþyt. Lífið er skrúðganga og hátíðaganga við hljóðfall orða og tóna. Allt lífið er röð af myndum. Fyrir leitandi huga er heimur- inn fullur ljúfra vona. Aumingi væri ég, ef ég væri ekki þakklátur Guði fyrir alla þá hamingju, sem ég hefi notið. Ég er glaður yfir því að hafa fengið að lialda braut guðfræð- innar, þeirrar guðfræði,sem er sannleikur í augum mínum,án þess að hvika til liægri né vinstri. Gleði og þakklæti eiga að hvelfast yfir eins og laufskáli, því að Guð er kærleikur. Ég vildi, að allt líf mitt væri lofsöngur til hins góða. Eftir því sem árin liðu, hefir Kristur orðið meiri og voldugri í augum mínum. Nú er hann mér allt. Ég hefi aldrei lifað neitt eins Ijúft og töfrandi eins og þessa sjúkdómslegu. Mér virðist hún hafa verið löng þroskatíð. Hún

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.