Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 50
Óveitt prestsembætti 1. Breiðabólsstaðarprestakall í Snæfellsnessprófastsdæmi (Breiðabólsstaðar- og Narfeyrarsóknir). Heimatekjur: 1. Eftirgjald prestssetursins ............. kr. 200.00 2. Árgjald af viðlagasjóðsláni ............. — 80.00 3. Árgjald v/viðgerða á íbúðarhúsi .......... — 135.00 4. Árgjald í fyrningarsjóð ................. — 120.00 Kr. 535.00 2. Vestmannaeyjaprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi (Ofanleitissókn). Heimatekjur engar. Ilér er um að ræða annað prestsembættið í Vest- mannaeyjum, en þar skulu nú samkvæmt lögum vera tveir prestar. Um verkaskiptingu milli prestanna og skýrslugerðir fer eftir sanmingi þeirra, er biskup sam- þykkir, eða reglugerð, sem ráðherra setur, ef þurfa þvkir. 3. Aukaprestsembætti. Biskupi er heimilt að ráða prestsvígðan mann til þess að gegna prestsþjónustu um stundar sakir í þeim presta- köllum, þar sem prestur er veikur, eða kallið er prests- laust af öðrum ástæðum. Ráðningatími skal vera allt að þrem árum í senn. Aukaprestur hefir sömu laun og sóknarprestar, en ferðakostnaður hans milli prestakalla svo og húsaleiga. ef hann fær eigi afnot embættisbústaðar prestakallsins, greiðist samkvæmt reikningi, er kirkjumálaráðherra úr- skurðar. Umsóknarfrestur um öll embættin er til 20. apríl 1956. Biskuj> íslands, Reykjavík, 6. marz 1956. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.