Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 40
134 KIRKJURITIÐ sé sú hve kaþólska kirkjan er ósveigjanleg í því efni að krefjast þess, að hver sem vill eiga kaþólskan maka, gerist sjálfur kaþólsk- ur, og alist börnin upp í þeirri trú. Ekki taldi prófessorinn, að neitt verulega drægi saman með hinum ýmsu flokkum mótmælenda. Samt gætti þess, að sumar reformertar kirkjur sniðu kirkjusiði og mótuðu kirkjubúnað meir í lúterska átt en áður. Mikið væri nú reist af nýjum kirkjum og aðrar endurreistar eftir styrjöldina, enda ærin þörfin. Nokkuð bæri á nýjum kirkjustíl og nýjungum í reynsluskyni, en yfirleitt kysi almenningur hið forna kirkjulag, ef þess væri kostur. Trúboðsstarf liefðu Þjóðverjar nú tekið upp að nýju á fyrri svæðum í Indlandi, Afríku, Astralíu og víðar. Skorti samt mjög fé til þessara framkvæmda. Ilitt hafði próf. Heiler Dr. A. Schweitzer í Frankfurt í haust. Hefði þessi heimsfrægi postuli verið undra ern, og brennandi í anda. Af kirkjulegum áhrifamönnum í Þýzkalandi taldi próf. Heiler dr. Hans Lilje biskup í Hannover fremstan. Hann er nú forseti Lúterska Heimssambandsins og hefir verið á ferðalagi á vegum þess víðs vegar um heim. Fór m. a. til Indlands og sótti Japans- keisara heim. Ferðast líka um Bandaríkin. Prófessor Heiler virtist þeim mönnum vel, er hér heyrðu hann og sáu. Er og jafnan gróði að slíkum gestum, þótt guðfræði þeirra líki sumum vel, en öðrum miður eins og gengur. G. Á. Menn halda oft iangar ræður ekki til þess að Iýsa sínum eigin skoðunum, heldur til þess að mæla fram með skoðunum, sem þeir halda að aðrir menn hafi. — Árni Pálsson. * * * Fel fortíðina miskunn Guðs, nútíðina kærleika Guðs og framtíðina for- sjón Guðs. — Ágústínus. * * * Það er hættulegt að dæma aðra; ekki svo mjög sakir þess að þér geti skjátlast, heldur af hinu, að þú kannt þá að leiða í ljós sannleikann um sjálfan þig. — Filemon.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.