Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 43
137 KAÞÓLSKA KIRKJAN OG RÁÐSTJÓRNARRÍKIN lektische Materialismus — Seine Geschichte und sein System in der Sovjet- Union“ — (Rökfræðileg efnishyggja. — Saga hennar og kerfi innan ráð- stjórnarríkjanna. — (Freiburg 1952). Wetter heldur því fram, að „Guð sé líka að verki innan efnishyggjunn- ar > og muni snúa henni til góðs. Meginkenning hans er sú, að raunar sé ýmislegt sameiginlegt með kaþólskunni og kommúnismanum, bæði i kenn- mgu og starfsaðferðum, þótt kommúnisminn snúist öndverður gegn kristn- mni. Wetter telur meira að segja, að kalla megi kenningu Karls Marx að ' lssu leyti „endurlausnarkenningu“. Marx hyggst sem sé „að frelsa heim- lnn, sem „liggur í liinu vonda.“ Wetter telur andlega blindni kommúnista eiga sök á, að þeir geri sér ekki ljósan skyldleika kommúnismans og trúarbragðanna, né samband þeirra og nokkru levti sameiginlegan tilgang. Þess vegna sé líka heim- speki þeirra full af andstæðum, er muni sprengja skoðanakerfi þeirra á sín- um tíma. Sú er ályktun hans, að kaþólskan og kommúnisminn séu „hlið- stæðar stærðir undir mótsettum merkjum". „Bolsjevisminn er öfugur hanzki" borin sarnan við kaþólska kenningu. Annar kunnur kaþólskur rithöfundur og kennimaður, Klemenz Brock- möller, hefir skrifað bók, sem heitir: „Christentum am Morgen des Atom- zmtalters“. — Kristindómurinn á morgni atómaldar — (Frankfurt 1954). Ilún befir þegar kornið út í sex útgáfum. Þar segir á þessa leið: Ef Páll postuli llefði rekizt á jafnmarga tengiliði milli kenningar sinnar og heiðindóms þá- hnians og eru á milli kaþólskunnar og kommúnismans, þá hefði hann ekki likað við að færa sér það í nyt. Brockmöller telur óverjandi að ætla sér, að miða eða takmarka boðun iÁgnaðarerindisins eingöngu við vestrænar þjóðir og áhrifasvæði þeirra. Trú- boðið verði einnig að ná til samfélagsdýrkendanna í austri. Ýmissir íhalds- sa®ir guðfræðingar hafa andmælt skoðunum Brockmöllers, enda talið, að þeir> sem mest fjalla um utanríkismál páfaríkisins, séu ekki á einu máli. Alonsignore Tardini, og nánasti samverkamaður hans Samore kardináli, Segja menn, að vilji hafa sem nánast samband við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Hins vegar krefjast aðrir þess, að páfarildð, „sem siðgæðislegt heims- ' ‘, standi mitt á milli Washington og Moskvu. Gangi í lið með hvor- ugum þessara aðila. Freisti þess að umskapa báða. Oddvitar þessa flokks eru taldir þeir Montini erkibiskup og Monsignore Dell’Aqua, sem er eftir- uiaður liins fyrrnefnda í utanríkisþjónustunni í Vatikaninu. Eins og sakir standa, er fyrri flokkurinn talinn ráða meiru og njóta frek- ar stuðnings páfa. (Heimild Der Spiegel). — G. Á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.