Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 27
PXSTLAB 121 °ft og einatt. Það er a. m. k. alveg undir hælinn lagt, hverja íbúa hússins hann hittir heima. Sú hætta er líka fyrir hendi, að um það sé spurt, hví hann knýji þarna á dyr en ekki annars staðar, því að ekki kemur hann því í verk að húsvitja nema lítinn hluta safnaðarins árlega. Jafnvel getur svo farið eins og málunum er nú skipað í höfuðborginni, að ýmsum finnist presturinn „vera sð auglýsa sig“ eða „minna á sig með tilliti til aukaverkanna." Hér með er ekki sagt, að húsvitjanir væru ónauðsynlegar í fjöl- menninu. Síður en svo. Heldur ekki að þær þurfi að vera dauða- úænxlar. Heldur hitt, að til þess að taka þær upp verður nýtt að koma til skjalanna. Prestarnir verða helzt að fá einhver ákveð- 'n erindi af hálfu biskups eða kirkjustjórnar til að ná til manna. Eða að sá háttur verði upptekinn, sem víða tíðkast erlendis og virðast æskilegur, að sóknarprestinum sé tilkynnt, ef æskt er eftir komu hans, t. d. sakir veikinda á heimilinu eða ýmiss konar 'andamála. Enn fremur kæmi vel til mála að reyna það, sem Sums staðar tíðkast erlendis, að kirkjulegir áhugamenn úr hópi leikmanna fari í húsvitjanir, einkum tveir og tveir, til þess að ýekja meira líf innan safnaðanna, líkt og vikið var að hér áður. Eg hefi lesið um slíkar tilraunir í Hannover, og er sagt, að þær hafi gefið þar góða raun. Hér er mikið mál, sem æskilegt væri ah menn tækju til meðferðar og lýstu í stuttu máli hér í ritinu Naíngiíth. Víðar en á íslandi valda nafngiftir umræðum og deilum. Þær hafa m. a. verið mikið á dagskrá í Svíþjóð. Þar kenndu flestir sig 'ið föður sinn, eins og hérlendis, fram til 1901. Þá var lögboðið að menn skyldu gera föðurnöfn sín að ættarnöfnum. Þetta leiddi þess að „Andersson“arnir og „Johannsson“arnir urðu 5% af þjóðinni. Ef við þá var bætt „Karlsonum, „Nilsson“ um og »Svensson“um, voru komin 20%. En alls báru 47% af þjóðinni nöfn, sem enduðu á „son“. hetta gat að vísu valdið nokkrum ruglingi ,en annað var þó v erra- Þannig urðu margir ágætismenn svo óheppnir að eignast

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.