Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 49
INNLENDAR FRETTIR 143 1 sambandi við jarðarfarir. Og oft vísað til séra Hallgríms Péturssonar. )>Frjálslyndið“ opinberast m. a. með þeim hætti, hve sparlega er farið með truarjátninguna, og dulfræðinnar gætir lítið. Eins í sambandi við innsetn- ingarorðin. Núpsdalskirkju í Miðfirði hafa borizt ýmissar gjafir. Stendur nú «ndursmíði hennar fyrir dyrum. Biskup hefir nýlega visiterað tvö prestaköll í Kjalamessprófasts- dæmi, Grindavíkur og Útskáia. Prestar þeirra eru, eins og kunnugt er, séra Jón Árni Sigurðsson og Séra Guðmundur Guðmundsson. Viðtökur þeirra °g safnaðanna vom hinar ágætustu. — Þegar Sigurgeir biskup andaðist, at‘i hann eftir að vísitera nokkur prestaköll í þessu prófastsdæmi, og hefir nuverandi biskup nú vísiterað þau öll. Vestmannaeyjar teljast nú til Kjalar- ness-prófastsdæmis. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Sigurður Birkis, hefir nýlega verið falið af menntamálaráðuneytinu að hafa á hendi ásamt embætti sínu yfir- stjorn söngs- og tónlistarfræðslu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigs- Ms. Má vænta hins bezta árangurs af þessari ráðstöfun. Brestastefna íslands verður að forfallalausu haldin í Reykjavík dag- ana 26.-28. júní og hefst með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Eyrarbakkakirkju hafa borizt ýmissar góðar gjafir á síðasthðnu ári, samkvæmt tilkynningu sóknarprestsins séra Magnúsar Guðjónssonar. Skírn- arskál úr silfri var gefin til minningar urn 'Þórdísi Símonardóttur ljósmóður. Fvenfélag Eyrarbakka gaf fermingarkyrtla. 3000.00 kr. minningargjöf barst Urn þau hjónin Margréti Sigríði Brynjólfsdóttur og Jón Gíslason á Eyr- arhakka. Á aldarafmæli hjónanna, Guðríðar Guðmundsdóttur frá Gamla Hrauni og Helga Jónssonar frá Litlu-Háeyri, bámst 1000.00 kr. frá böm- llm þeirra á Bergi, Eyrarbakka. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elízabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.