Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 31
ÚTFARARSIÐIR 125 fánýtt og hjáróma andspænis dauðanum. Þegar mannveran hverf- ur aftur til duftsins, verður auðmýktin virðulegasta kveðjan. Skraut og íburður við útfarir er óðum að hverfa. Til skamms tíma var algengt að sjá líkkistur þaktar svo mjög skrautblómum, að hvergi sást auður blettur. Áður en kistan var látin síga í gröf- ina, var settur yfir hana og blómin vandaður dúkur. Að því búnu var moldinni ausið yfir allt saman. Sem betur fer er svo fánýtur og tilgangslaus íburður að hverfa. Óhóf og öfgar lýsa jafnan smekkleysi. Almenningur hefir nú andúð á slíku óhófi og flestir óska þess, að í stað blómanna sé heldur einhverri líknar- stofnun send lítil gjöf til minningar um hinn látna. Sá siður, sem nú fer mjög í vöxt, að sveipa kistuna íslenzkum fána og leggja á hana blómvönd, gefur útförinni virðulegan og einfaldan svip. Blómakransar með breiðum áletruðum silkiborðum tíðkast hér talsvert enn, og er það ekki sízt vegna þess, að félög og stofn- anir nota þennan sið til að sýna, að þau muni eftir hinum fram- Bðna. Má segja, að ekki sé ástæða til að amast við slíku, meðan þessi vani er smám saman að leggjast niður. En varla er hægt að leggja fram fánýtari minningargrip. Líkburður í kirkju hefir jafnan tíðkazt hér, þótt mjög hafi dregið Ur þeim sið síðan kirkjan var reist í Fossvogi, því þar stendur líkkistan í kór þegar athöfnin hefst, og þegar henni er lokið, er tjald dregið fyrir kórinn og kistan jarðsett síðar. Væri mjög æski- fegt, að slíkur siður yrði almennt tekinn upp. En meðan líkburður er í tízku, ætti að hætta því tildri almennt, að heimta, að menn mæti kjólklæddir með hvíta hanzka, er þeir bera kistu inn eða út úr kirkju. Er slík athöfn engu síður virðuleg, þótt menn séu í dökkum fötum og haldi undir kistuna með berum höndunum. Sá siður hefir mjög tíðkast hér á landi og annars staðar, að Bafa kistur úr sem vönduðustu og dýrustu efni, og þykir mörgum sem hinum látna sé því meiri virðing sýnd sem kistan er úr vand- aðra efni. Þetta eru leifar af þeim hugsunarhætti, sem rekja má aftur í forneskju, að hinum látaa sé einhver greiði gerður með því að hindra rotnun líkamans. Hinn rammbyggilegi umbúnaður atti einnig að bera vitai um mannvirðingu hins látaa. Hugmyndir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.