Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 44
--------------------J bækurJ----------------------------------- +-—----*-----------+ Tréskurður og mannamyndir. (Bókaútgáfan Norðri 1955). Norðri hefir gefið út margar ágætar bækur á liðnum árum. Bæði að efni og frágangi. Einkum rit, sem snerta sögu, atvinnulíf og menntun þjóð- arinnar. Nægir að minna á ritsöfnin: Saga landpóstanna og Göngur og Réttir. Og í haust kom þessi úrvalsbók. Glæsileg og skínandi falleg myndabók af um þrjú hundruð verkum Ríkharðs Jónssonar. Sumum alkunnum, öðrunr siður. Þetta er sannkallað stofustáss og augnayndi. Einnig holl og vekjandi listsýning og furðu margbreytileg. Eg dæmi ekki um listamennsku Ríkharðs Jónssonar. Richard Beck lætur svo ummælt í formála: „Vissulega er Ríkharður Jónsson einn sá íslend- ingur, „sem með mestum trúleik og listfengi túlkar sérkenni lands og þjóð- ar“, eins og sagt hefir verið um hann.“ Og Jónas frá Hriflu kveður þannig að orði í eftirmála: „Hagleikur hans er frábær. Tækni hans fullkomin. Listarstarfsemi hans alþjóðleg og þjóð- leg.“ Hér er sérstök ástæða til að minna á þann merka þátt, sem Ríkharður Jónsson á í kirkjuskreytingum með gerð margra fagurra kirkjugripa. Hefir þar að nokkru verið eyða í söguna frá því um siðaskipti. Væri vel, ef nú væri upphaf þeirrar aldar, að íslenzkir listamenn tækju meir að sinna þess- um viðfangsefnum, og söfnuðurnir hefðu ráð á að kaupa verk þeirra. Þessar myndir af helgimyndum R. J. eru m. a. í bókinni: Ljósastika (í Skarðskirkju á Landi) — Jesús blessar ungbörnin. — Góði hirðirinn. — Trú og friður (englamyndir í Bessastaðakirkju). — Skírnarlaug (í Útskálakirkju). — Önnur skírnarlaug (í Akraneskirkju). — Prédikunarstóll (í Eyrarbakka- kirkju). — Helgimynd (á prédikunarstólnum á Melstað). — Kristsmynd (í Bessastaðakirkju). Allar þessar myndir lýsa lotningu og helgi. Og ekki má gleyma hinum ágætu myndum Ríkharðs af ýmissum öndvegis kirkjumönnum fyrr og síðar, svo sem séra Hallgrími Péturssyni, séra Matthíasi Jochumssyni og séra Ama Þórarinssyni. Seinni tímar munu kunna að meta þær.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.