Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 46
140 KIRKJURITIÐ er Hróarskeldu biskup. Um 100 biskupar voru viðstaddir, og lásu 30 kirkju- höfðingjar einhver ritningarorð, hver á sínu máli. Barðar voru bumbur og leikið á bliajan, áður en skrúðgangan hófst til kirkjunnar. Hinn nýi biskup er sagður mikill lærdómsmaður. I „hirðisbréfi" sínu kvað hann svo að orði: „Vér stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. Lokið er hinni gömlu trú- boðsöld, er vér vorum stjórnarfarslega, fjárhagslega og menningarlega háðir Vesturlöndum. Nú dagar hin nýja öld, sem krefst þess að hver landskirkja sé að sjálfsögðu grundvölluð á Kristi en jafnhliða rótfest í sínu eigin landi. Kirkjan á ekki lengur að vera erlent trúboðsfélag, heldur trúboð meðal sinnar eigin þjóðar.“ Dr. Manikam er fæddur 19. apríl 1897. John Parker verkalýðs þingmaður hefir hafið máls á því í neðri mál- stofu enska þingsins, að kaþólskum prestum verði veitt kjörgengi til enska þingsins. Slíkt hefir verið bannað í margar aldir, og virðist tími til kominn að lagfæra það misrétti. Einnig annarra, sem svipuðu máli gegnir um. Prestastefna mótniælenda í Austurríki hefir einróma fellt að leyfa konum að taka prestsvígslu. Þær mega þó vinna að safnaðarmálum yfir- leitt, enda hafa þær gert það dyggilega, ekki sizt á síðari árum. Prófessor Volkmar Herntrich hefir verið kjörinn biskup í Ham- borg sem eftirmaður Theodor Knolle, sem andaðist 2. des. 1955 eftir aðeins eins árs biskupsdóm. Herntrich biskup er fæddur 8. des. 1908, prestssonur úr Slésvík. Hann varð sem ýmissir aðrir fyrir barðinu á Nazistum á sínurn tíma, en hefir stöðugt vaxið í áliti og að vinsældum innan safnaðanna. Hefir tekið allmikinn þátt í kirkjulegu starfi. Ný útgáfa lútersku sálmabókarinnar í Ungverjalandi er komin út. Fyrsta sálmabók þessarar tegundar kom út þar í landi 1743. í þessari síðustu út- gáfu eru felldir niður allmargir sálmar, „sem ekki eru sungnir lengur. í stað þeirra koma nokkrir nýir til reynslu, og aðrir, sem eru almenn eign kirkjunnar. Prentuð eru nokkur sálmalög í bókinni og einnig „tónlög“ við bænir, sem prófessor Karoly Pröhle hefir ýmist samið eða valið. Svíar hyggjast gefa Islendingum kirkjuklukku á Skálholtshátíðinni 1 sumar. Tvær nefndir starfa að peningasöfnun í því markmiði. Onnur er skipuð af svenska prestafélaginu, og starfar innan þess. Hin er valin að fruna- kvæði Björkquists biskups, og er hann formaður hennar. Aðrir nefndarmenn eru, Seth Brinck konsúll fyrir ísland i Stokkhólmi, prófessor Svan B. F.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.