Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 29
PISTLAR 123 gæta þess, að þeir af einhverjum misskilningi gefi ekki barni sínu eitthvert nafn, sem síðar kann að verða því til sárrar raun- ar, og jafnvel valda því kinnroða. Kristilega aí sér vikið. Eg tek hér traustataki örstutta frásögn um Tryggva Gunnars- son úr bók Þorkels háskólarektors. Hún varpar fögru ljósi á veg- lyndi og atorku Tryggva, og minnir jafnframt á óteljandi kærleiks- verk, sem unnin eru í kyrþey, beint og óbeint fvrir áhrif Krists. Tryggvi var tæplega 23ja ára, þegar þetta gerðist. Það var sumarið 1858, og hafði hann þá verið sendur til Reykjavíkur til að semja um hagstæðari verzlun fyrir Þingeyinga. Þetta var hans fyrsta langferð og einnig fyrsta ganga hans á fund valda- manna, og fyrsta brautruðning hans til þjóðfélagslegra umbóta. Reyndi ferðin mikið á hann á margan hátt. Mundu líka flestir hafa talið sig eiga langa og góða hvíld skilið, er hann að loknu erindi kom ríðandi sunnan fjöll. En nú segir orðrétt: „En þótt Tryggvi væri hvíldinni feginn, er hann settist að í Höfða, sem fyrr segir, hefir hann verið árla á fótum daginn eftir. Bjóst hann nú til heimferðar. Kom hann við í Laufási á heim- leiðinni, en þar frétti hann að Einar Erlendsson, maður Sigríðar Þorsteinsdóttur fóstru hans, lægi veikur í taugaveiki, tvö börn þeirra hjóna væri dáin úr veikinni, en heimilið forstöðulaust. Þau Einar bjuggu þá að Fremstafelli í Kinn. Brá Tryggvi skjótt við, reið úr Laufási skemmstu leið um Gönguskörð og Finn- staðadal og kom í Fremmstafell að kvöldi miðvikudags 28. júlí. Kvaddi hann þar dyra og kallaði fóstu sína út og bauð henni að slá á túninu fyrir hana, en það var allt óslegið og allt verk- fært fólk lá rúmfast. Bað hann hana að vísa sér á verkfæri, og mat yrði hún að færa sér út á tún og leyfa sér að sofa í fjárhúsgarða, því í bæinn kæmi hann ekki vegna veikindanna. Þarna vann Tryggvi til laugardagskvölds, 31. júlí, en þá reið hann heim í Háls. . . .“ Þessi athöfn er mikil prédikun, og þá er blómlegt kristnilíf, þegar lifað er í slíkum anda. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.