Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 9
VITNISBUBÐUR UM EILIFA LIFIÐ 103 er eins og ganga upp á fjallsgnípu við vaxandi útsýn, hærra og hærra. Lífið er mér eins og ljóð. En hvað ég hefi átt ánægjulegan dag. Anægjulegan dánarbeð. Eg get ekki komizt öðru vísi að orði. Þegar mér líður svona vel, jafnvel á banasænginni, þá er vissulega ekki yfir neinu að kvarta. Krossinn er kjarni tilverunnar. Golgata. Ó, að ég gæti sýnt, hvernig sæla streymir gegnum allt .... Leyndardómur tilver- unnar er skapandi gleði. Grundvöllur tilverunnar er persónu- legur kærleiki. Krossinn er eins og vatnsveitukerfi, sem veruleikinn streymir um fylltur þjáningum. Þessi veruleiki lykur um okkur, en við sjáum hann ekki — sigri hrósandi kraftur fagnaðarerindisins. Eg lifi leyndardóm persónulífsins — í tímanum og eilífðinni í senn. Það er eins og æðsta hnoss lífsins láti leika um mig undur- samlegan blæ. Kærleikurinn styður mig. Mér líður svo yndis- lega vel. Það er eitthvað svo bjart, heiðríkt og evangeliskt yfir landamærunum næstu. Það er nærri því eins og mann langi til að dveljast þar. Mér finnst ég vera svo öruggur, þegar ég sé, að leiðin til æsku- hússins er greið — talað á líkingarnáli — til móta hafs og himins út við sjóndeildarhringinn, svo að maður veit ekki, hvað er jörð og hvað himinn. Það er undursamlegt að vera í einu í tímanum og eilífðinni. Ég er þegar tekinn að hefja mig til flugs. Finn þegar, hvernig kippt er í böndin, sem binda mig við jörðina. Lofið fuglinum að fljúga. Eins og fugl lyftir sér á frjálsum vængjum í áttina til hæða og lofar Guð sinn glaður og ánægður, þannig lyftir sálin sér í hjartanlegri gleði til himins með lof, söng og bæn. Ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð né dýpt, né nokkuð annað, sem skapað er, muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, drottni vorum. Kærleiki Guð — lifandi gæzkan breiðir yfir okkur vængi eins

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.